Í Ottawa

Ottawa áin að vetri

Það er skrítið að sjá Ottawa ána þessa dagna - svona einhvern vegin hálfa í klakaböndum. Eins og veðrið hefur verið óvenjuslæmt í Vancouver hefur það verið óvenjugott í Ottawa. Reyndar hefur frostið farið niður fyrir tuttugu gráður yfir nóttina núna undanfarið, en svo hefur bara verið þokkalega hlýtt á daginn. Alla vega ekki nóg til að frysta ár og síki svo vel sé. Ísinn á Rideau síkinu er ekki nema um 15 sentimetrar en þarf að vera alla vega 40 sm svo hægt sé að skauta. Og ég sem ætlaði að rifja upp gamla takta.  Í staðinn fór ég í göngutúr eftir Ottawa ánni, Gatineau megin, og tók nokkrar myndir. Kíkti svo á Rideau fossana sem voru flottir.

Hef annars ekki hreyft mig mikið undanfarna daga. Smakkaði Rapure sem er Acadian réttur og er samansettur úr kartöflum og kjöti. Býsna gott. Sérlega gott þegar maður setur helling af molasses ofan á. Hlustaði á Bruno plötuna sem Martin er að vinna að. Strákurinn er góður lagasmiður og getur spilað á öll hljóðfæri en varla sungið. Alltaf eins og hann sé með harðlífi. Á morgun snæði ég hádegisverð með Auði og Vigdísi - Íslendingagenginu í Ottawa. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband