Setja þetta í samhengi
21.6.2010 | 15:30
Hmmmm....skyldi þessi lækkun kaupmáttar hafa eitthvað með það að gera að BANKAKERFIÐ HRUNDI!!!!!
Hér er talað um að verðbólga hafi aukist og gengi krónu lækkað og þetta tvennt hafi leitt til rýrnunar kaupmáttar, og reyndar svo að kaupmáttur hafi sífellt farið lækkandi síðastliðin tvö ár. Þetta er að sjálfsögðu alveg rétt, en eins og fréttin er skrifuð má lesa út hvaða ástæður sem er fyrir þessu, svo sem vanhæfa ríkisstjórn. Ekki er orði minnst á að búið var að sigla skútunni í strand, að bankakerfið hrundi, að þjóðin skuldar milljónir á milljónir ofan í erlend lán. Ekki er minnst á að kaupmátturinn í byrjun árs 2008 var óraunhæfur og byggðist á því að verið var að lána peninga sem ekki voru til.
Að sjálfsögðu vita allir hvað gerðist og að sjálfsögðu þarf ekki að margtyggja það ofan í okkur í hverri frétt. En í frétt sem fjallar um rýrnun kaupmáttar er hreinlega glæpsamleg fölsun að minnast ekki á hvað gerðist, því eins og fréttin hljómar nú, er næstum eins og þessi lækkun kaupmáttar komi á óvart. Skrifuðu stjórnarandstæðingar fréttina?
Kaupmáttur ekki minni í 8 ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
mbl.is? Er það ekki augljóst?
Jón Ragnarsson, 21.6.2010 kl. 15:50
Það er líka augljóst að verðbólga og gengishrun höfðu áhrif en það var samt minnst á það. Málið er að fréttin stendur illa ein og sér og hljómar eins og þetta komi fólki eitthvað á óvart.
Kristín M. Jóhannsdóttir, 21.6.2010 kl. 16:03
Kaup á Íslandi víða hefur ekki lengi verið í nokkrum tengslum við verðmætasköpunina. Þess vegna er viðvarandi taprekstur á fyrirtækjum hér sem endar með reglulegum gjaldþrotum. Spillingin kostar líka sitt sem skilar sér í miklum kaupmætti til vina og vandamanna.
Einar Guðjónsson, 21.6.2010 kl. 19:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.