Fyrsta kvennahlaupið í Winnipeg fyrir sjö árum

Í dag eru liðin sjö ár frá því fyrsta Kvennahlaup ÍSÍ fór fram í Winnipeg. Ég stóð fyrir því að koma hlaupinu á með hjálp nokkurra góðra Íslendinga og Vestur Íslendinga. Ég hafði hugsað um það frá því ég flutti fyrst til Kanada að koma þessu hlaupi á, en það var ekki fyrr en síðasta árið mitt í Winnipeg sem ég dreif í þessu.

Í kringum sjötíu konur og einn hundur tóku þátt og peningarnir sem söfnuðust voru gefnir til vestur-íslenska blaðsins Lögbergs-Heimskringlu sem átti þá í töluverðum fjárhagsörðugleikum. 

Hér er vídeó sem ég gerði á sínum tíma um þetta skemmtilega hlaup.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Hvurs kyns var hundurinn?!

Magnús Geir Guðmundsson, 28.6.2010 kl. 23:21

2 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Ef ég man rétt var hann karlkyns. Við ákváðum að leyfa honum að hlaupa með þrátt fyrir þann ágalla.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 29.6.2010 kl. 01:33

3 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Hahaha, gat ekki stillt mig um að spyrja!

Magnús Geir Guðmundsson, 29.6.2010 kl. 22:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband