Óeirðir við G8 fundinn

Nokkur þúsund svartklæddra mótmælenda eru nú samankomin í Toronto til að mótmæla G8/G20 fundunum sem fram fara 6_World_Summit.sff.jpg í borginni þessa dagana. Gluggar hafa verið brotnir í bönkum, á kaffihúsum og í búðum og hefur fjöldinn reynt að komast í gegnum varnargirðingar fundarstaðarins. Sumir eru vopnaðir hafnaboltakylfum, aðrir hömrum...en óeirðalögrelgan hefur náð að höndla ástandið þokkalega og aðeins 40 hafa verið handteknir. Kurteisi Kanadamanna virðist jafnvel ná til mótmæla því þessar óeirðir eru tiltölulega rólegar miðað við það sem verið hefur á undanförnum árum þegar stórríkin hittast.
mbl.is Fordæma árás N-Kóreu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Í sjónvarpinu er nú verið að segja frá því að ofbeldi hafi aukist frá því fyrr í dag og lögreglan er í auknu mæli farin að beita táragasi. Við skulum vona að þetta fari ekki úr böndunum.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 26.6.2010 kl. 21:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband