Mah na mah na

Við sem ólumst upp á tímum Prúðuleikaranna munum öll glögglega eftir hinu frábæra lagi Mah-na mah-na. Lagið var víst samið af Piero Umiliani fyrir ítalska heimildarmynd um líf í Svíþjóð sem kallaðist Svezia, Inferno e Paradiso.

En þótt lagið sé án efa þekktast í flutningi Prúðuleikaranna þá voru það ekki þeir sem fyrstir fluttu lagið fyrir fyrir Jim Henson því það kom fyrst fram í Sesame Street þar sem Bip Bippadotta og tvær Anything Muppet girls (sem líkjast Kermit) fluttu lagið. Síðar var það flutt af Mahna Mahna og bakraddasöngvurum hans í Ed Sullivan þættinum. Takið eftir að bæði Bip Bippadotta og Mahna Mahna eru glettilega líkir Dýra.

Hér er lagið flutt af Bip Bippadotta í Sesame street 



Og hér í flutningi Mahna Mahna

 

 



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Móa, Móeiður Júníusdóttir, gerði bráðskemmtilega útgáfu af þessu fyrir einhverjum fimmtán árum eða rúnlega það. En skömm frá að segja, þá á ég ekki plötuna með laginu, sem var minnir mig hennar fyrsta undir eigin nafni.

Magnús Geir Guðmundsson, 28.6.2010 kl. 23:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband