Upp fyrir mitti á öðrum fæti???

Ég nenni yfirleitt ekki að skammast út af málfari enda væri maður þá alltaf að, en þetta er annar dagurinn í röð þar sem ég get ekki setið á mér. Hvernig væri nú að blaðamenn læsu yfir fréttirnar sínar áður en þeir birta þær. Og enn betra væri að láta einhvern annan lesa fréttirnar yfir.

Í þessari frétt um drenginn sem lenti í kviksyndinu segir:

 Hann var sokkinn upp fyrir mitti á öðrum fæti...

Í alvöru? Upp fyrir mitti á öðrum fæti??? Hvernig í ósköpunum er það hægt? Fætur hafa ekki mitti. Og hafi hann verið sokkinn upp fyrir mitti á sér (en ekki á fætinum), þá hljóta báðir fæturnir að hafa verið komnir undir þar sem eina leiðin til þess að vera fastur í leðju upp fyrir mitti er að mjaðmagrindin og allt annað hafi verið komið undir líka. Hafi aðeins annar fóturinn verið í leðjunni en ekki hinn þá getur hann ekki hafa verið kominn dýpra en sem nemur mótum leggjar og mjaðmagrindar. Passa sig aðeins. 


mbl.is Dreng bjargað úr kviksyndi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Hvernig væri nú að blaðamenn læsu yfir fréttirnar sínar áður en þeir birta þær."

 Í grunnskólum landsins er kennt að það sé rangt málfar að hafa tvær tíðir í sömu setningunni (læsu, birta).

 Hvernig væri ef bloggarar læsu yfir færslur sínar áður en þeir birtu þær?

Guðmundur (IP-tala skráð) 4.7.2010 kl. 19:52

2 Smámynd: Ragnar Kristján Gestsson

Já, hjó eftir þessu með mittið, dæmigerð færsla sem hljómar örugglega pottþétt í huga manns en hefði haft gott af prófarkalestri

Ragnar Kristján Gestsson, 4.7.2010 kl. 20:40

3 identicon

Var að horfa á frétt á stöð 2 áðan þar sem var verið að segja frá torfærukeppni,sá sem las fréttina sagði að "hver keppandinn af öðrum hefði riðið á vaðið í brautinni"

Ármann (IP-tala skráð) 4.7.2010 kl. 20:47

4 identicon

Svo má líka benda á að ekki er mælt með ofnotkun spurningjamerkja :)

Bárður (IP-tala skráð) 4.7.2010 kl. 20:50

5 identicon

Bárður??....er ekki alvega kveikja á þessu með spurningamerkin!!

Ármann (IP-tala skráð) 4.7.2010 kl. 20:54

6 identicon

@Guðmundur

Afherju segirðu að það sé rangt málfar að nota tvær tíðir í sömu setningu?

Atli (IP-tala skráð) 4.7.2010 kl. 21:47

7 identicon

„Í grunnskólum landsins er kennt að það sé rangt málfar að hafa tvær tíðir í sömu setningunni (læsu, birta).“

Svo má böl bæta að benda á annað meira.  Hér kemur bloggandi með fullkomlega réttmæta athugasemd um fáránlegt orðala á frétt.  Fyrsta athugasemdin lesendanna gerir svo athugasemd við orðalag bloggandans, og hyggst væntanlega þar með gera lítið úr honum blaðamanni til varnar, og vitnar í því augnamiði til námsefnis grunnskóla.  Vel má vera að svoddan málnotkun sé kennd í grunnskólum landsins en þá var gagn að hvorki Snorri Sturluson né höfundur Njálu gengu í þá sömu grunnskóla því í verkum þeirra úir og grúir af blöndu nútíðar og þátíðar í sömu málsgrein.  Og þótt Guðmundur sé sennilega maður afar fróður um kennsluefni grunnskólanna er fullkomlega vafasamt að hann ætti að taka sér fyrir hendur að leiðrétta málfar sem tíðkast hefur frá upphafi Íslands byggðar.

Sem sagt; stundum er betur heima setið en af stað farið.

Þorvaldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 4.7.2010 kl. 21:48

8 identicon

Þorvaldur, það er allt í lagi að hafa tvær eða fleiri tíðir í sömu málsgrein en ekki í sömu setningu.

Axel (IP-tala skráð) 4.7.2010 kl. 23:22

9 identicon

Strákgreyið var svo lengi fastur að hann átti afmæli áður en hann losnaði. Hann var 8 ára í inngangi fréttarinnar er svo allt í einu orðinn 9 ára í henni miðri. Ég gef lítið fyrir útskýringu að hann verði 9 ára í haust, þetta er bara léleg fréttamennska heilt yfir!

Egill (IP-tala skráð) 4.7.2010 kl. 23:23

10 identicon

Frábært að fá kennslu í móðurmálinu hér á blogginu. Er alveg búinn að gleyma þessu með tíðirnar, en efast ekki um að það sé rétt. Hins vegar trúi ég því ekki að drengurinn umræddi sé með mitti á báðum fótum eins og skilja má á fréttinni.

Ullarinn (IP-tala skráð) 5.7.2010 kl. 00:08

11 identicon

Það tíðkast líka að enda spurningar með spurningarmerki

Guðmundur Karl (IP-tala skráð) 5.7.2010 kl. 00:11

12 Smámynd: Þór Sigurðsson

Egill, þetta er alls ekki léleg fréttamennska. Slíka fréttamennsku finnurðu hjá RÚV og Stöð 2. Á góðri íslensku kallast það sem Morgunblaðið stundar, hryðjuverk á móðurmálinu.

Guðmundur: Guðmundur slengdi fram fyllyrðingu í mesta sakleysi og mun því roðna þegar hann áttar sig á því hversu rangt hann mun hafa haft fyrir sér. (þátíð, framtíð, núliðin tíð). Það er ekkert að því að hafa fleiri en eina tíð í sömu setningu. Það sem þarf að passa eru samtengingar.

Kristín: þetta er bara hefðbundinn Morgunblaðismi í boði Dabba Kóngs og Valhallar. Ef ekki er hægt að bruðla með peninga á kostnað skattborgara, bruðlum þá með málvitund landans þar til hann verður grænn í framan...

Þór Sigurðsson, 5.7.2010 kl. 00:22

13 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Guðmundur minn, hvernig væri að læra málfræði áður en þú kvartar. 'læsu' og 'birta' eru ekki tvær tíðir, báðar sagnir eru í nútíð. Þetta eru tveir hættir. 'Læsu' er í viðtengingarhætti en 'birta' er í framsöguhætti. Það er ekkert rangt við þessa notkun af því að viðtengarhátturinn er notaður til þess að sem minnast á hvað ætti að vera gert en hann er ekki nauðsynlegur í birta vegna þess að þar er ekki verið að tala um um hvað ætti eða ætti ekki að gera. Og þó ég hefði notað tvær tíðir er það ekki endilega rangt heldur. Hægt er að segj: Ég er að lesa um atuburði sem gerðust fyrir mörgum árum. Hér er 'lesa' í nútíð og 'gerðust' í þátíð og setningin er fullkomlega eðlileg. Ég held að málfræðin þín sé eitthvað farin að ryðga. 

Og jafnvel ef ég hefði gert rangt með tíðanotkun (sem ég gerði ekki), svo sem með því að gleyma spurningarmerkingu, þá er sá munur á mér og blaðamanni að ég fæ ekki borgað fyrir skrifa í blað en það er væntanlega atvinna þess sem skrifaði fréttina. Kröfurnar sem á að gera til blaðamanna eru því hærri en kröfur sem gera má til bloggara.  

Bárður, það tíðkast gjarnan að nota fleiri en eitt spurningarmerki eða fleiri en eitt upphrópunarmerki til áherslu. Það fengi kannski falleinkunn á stafsetningaprófi í grunnskólum en er algeng venja sem tíðkast hjá öllum aldurshópum. Ekkert rangt við það.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 5.7.2010 kl. 02:20

14 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Þór, ég held þú hafir hitt naglann á höfuðið.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 5.7.2010 kl. 02:21

15 identicon

Alveg finnst mér merkilegt að sjá hvað fólk getur kvartað endalaust.. elsku fólk. Blaðamenn eru oftar en ekki ungt fólk nýskriðið úr menntaskóla. Flestir blaðamenn skrifa lika 10-20 fréttir á dag og þó svo að það komi fyrir að við verðum vör við eina og eina stafsetningarvillu er það nú ekki heimsendir né atburður til þess að kvarta yfir! Reynið nú að líta á björtu hliðarnar, hafið það gott ;)

Rakel (IP-tala skráð) 5.7.2010 kl. 08:21

16 identicon

Ég hef dálítið gaman af því þegar eggið neyðist til að kenna hænunni, sökum fáfræðslu hænunnar.

Elvar (IP-tala skráð) 5.7.2010 kl. 08:24

17 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Kristín,

Ég tek hjartanlega undir með þér.  það er sérstaklega eins og netútgáfa Moggans sé ekki prófarkalesin.  Það eru orðin nokkuð mörg ár síðan ég var áskrifandi að Mogganum, þannig að ég veit svosem ekki hvernig þessu er háttað í blaðinu, en hef á tilfinningunni að það sé skárra.

Guðmundur skeit illa í deigið.  Ég er löngu búinn að gleyma þessum málfræðihugtökum, en sé einfaldlega að málfarið sem hann setti út á er í fínu lagi.  Það er slæmt ef máltilfinning manna er orðin svo slæm að menn verði að fletta í kennslubókum úr grunnskóla og fara hugsunarlaust í blindni eftir reglunum ef pára á nokkrar setningar á blað.

Theódór Gunnarsson, 5.7.2010 kl. 11:13

18 identicon

Er ekki öllum sama um málfar? Frekar tilgerðarlegt fyrirbæri að búa til rifrildi varðandi málfar þegar skilaboðin koma skýrt fram.

Svo legg ég til að moggabloggið og 4chan verði gert að sömu síðu. Tveir hópar sem ætla aldrei að læra..

Stefán Hjálmtýr Stefánsson (IP-tala skráð) 5.7.2010 kl. 14:06

19 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

Guðmundur, í fyrsta innleggi, gagnrýnir pistilshöfundinn;


"Hvernig væri nú að blaðamenn læsu yfir fréttirnar sínar áður en þeir birta þær."

Í grunnskólum landsins er kennt að það sé rangt málfar að hafa tvær tíðir í sömu setningunni (læsu, birta).

Hvernig væri ef bloggarar læsu yfir færslur sínar áður en þeir birtu þær?

Þarna gerir Guðmundur þau algengu mistök að rugla saman setningu og málsgrein. Eftirfarandi málsgrein inniheldur tvær setningar. Að lesa og að birta.

"Hvernig væri nú að blaðamenn læsu yfir fréttirnar sínar áður en þeir birta þær."

Brjánn Guðjónsson, 5.7.2010 kl. 15:08

20 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

þ.e.a.s. setningarnar; blaðamenn læsu yfir fréttirnar og þeir [blaðamenn]  birta þær [fréttirnar]. Í báðum setningum er frumlagið blaðamennirnir og andlagið fréttirnar, en sín hvor sögnin.

Brjánn Guðjónsson, 5.7.2010 kl. 15:19

21 identicon

Athyglisverð lesning. Ég sá strákinn fyrir mér fastan með annan fótinn á kafi og á annarri hliðinni, svona hálf liggjandi - frekar ósennilegt :-)

Annars er læsu viðtengingarháttur þátíðar (lesi er vh. nt.)

Það hefur löngum þótt fallegra af málfarsunnendum (sumir vilja kalla þá málfarsfasista) að halda sömu tíð í setningu og málsgreinum þó að það sé alls ekki alltaf hægt út af merkingunni. Samt alltaf gott fyrir málið að við sýnum því áhuga :-)

Kær kveðja

Eva Sól (IP-tala skráð) 5.7.2010 kl. 22:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband