Ekki víst mikið dýrara en forsetaembætti
5.7.2010 | 16:05
Það er ekki langt síðan ég las grein um kostnaðinn við bresku konungsfjölskylduna og þar kom í ljós að það er ekki mikið dýrara að hafa konungsfjölskyldu en t.d. forseta. Það fer til dæmis enginn kostnaður í kosningar fjórða hvert ár. Ég man ekki hvernig þetta var annars brotið niður og borið saman en munurinn var sem sagt ekkert ógurlega mikill, og á móti kom að breska konungsfjölskyldan t.d. er ákveðið túristaaðdráttarafl. Skoðunarkannanir á Bretlandi hafa meðal annars sýnt að fjöldi ferðalanga kemur til að sjá Buckingham höll og fleira tengt konungsfjölskyldunni. Fólk sem annars hefði kannski ekki komið til Bretlands. Ég veit ekkert hvort þetta er satt en það er heldur ekkert ódýrt að vera með forseta.
Þetta fer að sjálfsögðu allt eftir því hvernig fólk notar peningana. Sjáið bara greinina í blaðinu í dag um bruðl íþróttamálaráðherra Rússa þegar hann kom hingað til Vancouver. Sparsöm drottning getur kostað minna en eyðslusamur ráðherra!
Breska konungsfjölskyldan kostaði 38,2 milljónir punda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.