Mamma Bamba ræðst á gæludýr - athyglisvert myndband
2.8.2010 | 18:26
Þegar við heyrum minnst á dádýr hugsum við vanalega um Bamba og mömmu hans og fáum tár í augun. Þegar ég sé þessar fallegu skepnur í sínu náttúrulega umhverfi stoppa ég alltaf og dáist að þeim um stund. En það er líka skap í þeim og það sjáum við ekki oft. En nýlega hafa dádýrin í kringum Cranbrook í Bresku Kólumbíu sýnt og sannað að engum skal dirfast að abbast upp á þau. Í þessu myndbroti sem tekið var nýlega í bænum má sjá móður verja barnið sitt. Það sem er kannski skrítnast við þetta er að það er köttur sem abbast ubb á Bamba en móðirin ræðst á hund sem er þarna nálægt (reyndar ræðst hún líka á köttinn síðar). Fólki hefur brugðið við að sjá þetta því fæstir höfðu séð þessa hlið á mömmu Bamba, en á móti held ég að allir skilji hana. Hún hlýtur að hafa talið meiri ógn stafa af hundinum en kettingum enda hundurinn stærri og sterkari, og hugsanlega hefur Bambamamma slæma fyrri reynslu af hundum.
Viðbót: Las í athugasemd við myndbandið að dýragæslumaður sem sá myndbandið heldur því fram að móðirin sé enn með barni og það skýri að hluta til árásargirnina. Og konan með vídeóvélina virkaði ekki heldur beinlínis sem afslappandi pilla.
En þetta myndband sínir bara eitt af fjölmörgum dádýraárásum undanfarnar vikur og í mörgum tilfella hefur um hreina árás verið að ræða þar sem ekkert ungviði hefur verið nálægt og enginn verið að abbast upp á dýrið. Væntanlega hefur þetta eitthvað með það að gera að þessar skepnur hafa í auknum mæli verið að flytjast nær borgum og bæjum þar sem auðveldara er að afla sér ætis en úti í náttúrunni. Þau gerast þar með vön mönnum og gæludýrunum þeirra og með betri þekkingu kemur meira öryggi.
Enginn veit nákvæmlega hvað skal gera. Þetta eru yfirleitt yndislegar skepnur sem við viljum hafa í kringum okkur en það þarf greinilega að finna mörkin svo hvorugur aðili hljóti skaða af.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.