Heim í heiðardalinn

Ég er komin heim eftir fimm vikna útlegu. Var fyrst í mánuð á Íslandi og síðan viku í Ottawa. Fólkið hér trúir því að ég hafi komið með góða veðrið með mér því það er víst búið að vera alveg ömurlegt hér síðan ég fór - þrír snjóstormar með rafmagnstruflunum og þvíumlíku. Núna er hins vegar átta stiga hiti og sól.

Ég er búin að taka upp úr töskunum, búin að versla í matinn, en ekki farin að þvo þvotta. Allt glerdótið sem mamma bjó til komst óskaddað alla þessa leið sem er ótrúlega vel af sér vikið. Þessu var svo vel pakkað inn. Myndirnar í pappa og plasti og kertastjakinn í kaðlapeysu sem amma prjónaði á mömmu fyrir mörgum árum. Hún hefur ekki notað hana lengi þannig að ég tók hana með. Annars er hún með rúllukraga (peysan, þ.e., ekki mamma) og ég þoli aldrei neitt upp í hálsinn. Verð að reyna að teygja aðeins á kraganum.

En þótt það sé notalegt að vera komin heim og allt það, er það líka erfitt. Ég sakna mömmu og pabba og fólksins heima á Íslandi, og ég sakna Martins. Vona að hann fái frí úr vinnunni fljótlega svo hann geti komið hingað til Vancouver í vetur. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband