Íslenskur matur á borðum
12.8.2010 | 00:27
Sjáið hvað ég var að borða í dag: Skyr og harðfisk með íslensku smjöri.
Ykkur finnst það líklega ekki bloggunarvert. En hjá mér er þetta hátíðarmatur því það er ekki oft sem ég fæ að borðað ekta íslenskt. Íslenskur matur er ekki seldur í Vancouver. Hef reyndar séð úthafsrækju frá Íslandi einu sinni eða tvisvar en það er undantekning. Fyrir jólin er svo hægt að kaupa innfluttan harðfisk sem Íslendingafélagið flytur inn, en til þess verður maður að fara á basar félagsins.
Og hvernig fékk ég þetta þá? Ekki lét ég senda mér smjör og skyr frá Íslandi. Það hefði skemmst á leiðinni, og þar að auki hefði ég ekki fengið að flytja það inn. Kanadíska innflutningsráðið er stíft á matvælum. Miklu stífara en þeir eru sunnan landamæra. En það var einmitt þar sem ég keypti þetta. Í Whole Foods í Seattle er hægt að kaupa skyr og smjör og súkkulaði frá Siríusi. Íslenskt mjólkursúkkulaði er einmitt besta mjólkursúkkulaði í heimi svo ég keypti fjögur stykki. Þau eru búin. Ég lét suðusúkkulaðið eiga sig því þótt ég sé suðusúkkulaðimanneskja (fremur en mjólkursúkkulaðis) þá verð ég að viðurkenna að ólíkt mjólkursúkkulaðinu er suðusúkkulaðið frá Íslandi ekki best. Lindt, Valhrona og Michel Cluizel gera öll betra suðusúkkulaði.
En sem sagt, keypti súkkulaði, skyr og smjör í Seattle, setti í kælitösku með ís og keyrði til baka (skaust fyrst til að sjá Ringo Starr spila á trommur og syngja). Átti svo gamlan harðfisk (hann skemmist ekkert ef bréfið er óopnað) og naut mín vel þar sem ég sat yfir kræsingunum. Það er reyndar ekkert súkkulaði á myndinni sem ég tók í dag því ég kláraði það í gær.
Ef aðeins Seattle væri aðeins nær þá myndi ég keyra reglulega niðureftir, bara til að kaupa skyrið og súkkulaðið. En með endalausum biðum á landamærunum þá tekur yfirleitt um fjóra tíma að fara þarna suðureftir. Því miður.
Og nú ætla ég að spila fótbolta og brenna smjörinu.
Athugasemdir
En hvað um "Súkkulaðifjallið" á ekkertr að brenna því líka í boltanum?!
Magnús Geir (IP-tala skráð) 12.8.2010 kl. 12:59
Uss Magnús, þú ert langt á eftir. Ég brenndi súkkulaðinu með hlaupum og fjallgöngu. Var því búin að brenna því þegar ég át harðfiskinn og smjörið.
Kristín M. Jóhannsdóttir, 12.8.2010 kl. 16:23
Frábært að lesa þetta blogg hjá þér. Borðair skyr og harðfisk og fórst svo á tónleina hjá Ringo Starr. Ég hérna á skerinu get ekki 'toppað' þetta: borðaði bara skyr í dag, af þessu sem þú innbirgðir (harðfiskurinn er svo dýr, að maður tímir ekki að kaupa hann).
En ég var með 'íslenska kjötsúpu' í matinn í kvöld. Getur þú toppað það?
Eldaði þetta f. nokkrum dögum til að eiga, þar sem ég er að vinna mikið þessa dagana og hef ekki meiri tíma í eldamennsku en að hita upp kjötsúpu. Frábært mál.
Ingibjörg Magnúsdóttir, 13.8.2010 kl. 00:36
ofund ofund, a hvorki skyr ne hardfisk ;(
Thu veist ad thu getur geymt hardfiskinn i frysti, hann geymist vel og er alltaf eins og nyr :)
Rut (IP-tala skráð) 14.8.2010 kl. 10:23
Það er fátt sem toppar harðfisk með smjöri, en það er annað sem ég fæ sent stundum þarna vestan frá, en það er Beef Jerky sem mér finnst alveg ákaflega gott.
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 14.8.2010 kl. 21:21
Takk Ingibjörg. Ég get ekki toppað íslenska kjötsúpu. Hún er með því besta sem ég fæ (á eftir slátri og saltkjöti). Reyni stundum að búa til kanadíska útgáfu af kjötsúpunni en lambið er bara ekki eins gott hérna.
Rut, ég hafði fiskinn bara í ísskápnum og það hefur reynst vel. En kannski væri frystirnn öruggara. Verð annars að heyra fljótlega af ferðinni þinni.
Kristín M. Jóhannsdóttir, 14.8.2010 kl. 21:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.