Handboltaraunir

Ég og íslenska handboltalandsliðið áttum sameiginlega í vandræðum með handboltann í dag. Ég öllu meir en þeir því þótt þeir hefðu tapað þá spiluðu þeir geysivel eftir því sem mér skilst. Mínar raunir voru líka handboltaraunir en fyrst og fremst snerust þær um tilraunir til að fylgjast með leiknum. 

Ég var áður búin að komast að því að ég gæti ekki horft beint í gegnum íslenska sjónvarpið á netinu þar sem þeir hafa ekki leyfi til að sjónvarpa því utan Íslands. Svo ég ákvað að kaupa mér aðgang í gegnum þýsku sjónvarpsstöðina sem býður upp á slíkt, en þegar ég reyndi kom í ljós að ég var ekki með réttan spilara og ekki rétt stýrikerfi. Líklega styðja þessir asnar ekki makkann. Það er komið verr fram við okkur makkamenn en reykingarmenn, og finnst mér tími til kominn að þessum yfirburðartölvum sé sýndur ákveðinn sómi. Alla vega, ég gat ekki horft á útsendinguna þannig. Næsta skref var þá að hlusta á útsendinguna á Rás2, sem gekk að takmörkuleyti því þetta varð allt of slitrótt. Ég veit ekki hvort álagið var svona mikið en ég hef fremur trú á að ADSL tenginin mín, sem á að vera hraðatengin, sé einfaldlega of hæg. Sennilega eru alltof margir á kerfinu. Alla vega gekk þetta mjög illa og ég var alltaf að missa úr. Að lokum hringdi ég í mömmu og pabba í gegnum Skæpið og þau settu heyrnartólin upp að sjónvarpinu og ég hlustaði á síðustu fjórar mínúturnar þannig. Fékk því að svekkjast með landanum yfir úrslitum. 

En við erum samt með fjögur stig og maður verður bara að vera fullur bjartsýni á að hlutirnir gangi upp gegn Slóvenum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband