Kanadamenn biðjast afsökunar en ekki Kaninn

Mogginn skrifaði í dag frétt um að kanadísk yfirvöld hafi beðið Maher Arar afsökunar á því að hann skuli hafa verið handtekinn í Bandaríkjunum og sendur til Sýrlands, þaðan sem hann er ættaður. Talið er hugsanlegt að Bandaríkjamenn hafi gert þetta vegna upplýsinga frá kanadísku leyniþjónustunni um að Arar tengist hryðjuverkum. Nokkuð sem síðar kom í ljós að er ekki rétt. Ekker hefur fundist sem bendlar hann við hryðjuverk af nokkru tagi. Það vantaði hins vegar í fréttina að Kanadamenn hafa gagnrýnt Bandaríkjamenn fyrir að framselja Arar til Sýrlands en ekki til Kanada þar sem hann býr nú og þar sem hann er ríkisborgari, en hann ber tvö ríkisföng. Í Kanada eru mannréttindi almennt í góðu lagi, en svo er ekki í Sýrlandi. Ennfremur hlýtur að vera eðlilegt þegar maður hefur tvö ríkisföng að ef honum er vísað úr einu landi verði hann sendur til þess lands þar sem hann er búsettur en ekki til fæðingarlandsins. Kanadamenn hafa einnig farið fram á það við Bandaríkjamenn að þeir biðjist afsökunar á því hvernig þeir komu fram við Arar en því hafa Bandaríkjamenn alfarið neitað. Þeir hafa einnig neitað að taka Arar út af listanum yfir hryðjuverkamenn, sem getur skapað vandamál fyrir hann, t.d. við það að ferðast, en Kanadmenn þurfa iðulega að fljúga í gegnum Bandaríkin þegar ferðast er til fjarlægra landa. Það er auðvitað skref í rétta átt að Kanadamenn hafi beðið hann afsökunar en í raun er brot Bandaríkjamanna miklu stærra.


mbl.is Kanadísk yfirvöld greiða manni sem var vísað úr landi bætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband