Hvernig væri að sýna smá virðingu?

Þykir orðið alveg eðlilegt á Íslandi að tala um ungar konur sem kerlingar? Bera karlmenn enga virðingu fyrir konum lengur?

Ég veit alla vega að í þessi tæp þrjátíu ár sem ég bjó á Íslandi var orðið kerling virkilega neikvætt orð sem fyrst og fremst var notað um leiðindakvenmenn sem komnir voru til ára sinna. 

Og já ég geri mér grein fyrir því að tungumál þróast og breytast, en hver er nákvæmlega tilgangur þess að nota niðrandi orð ef ekki í niðrandi merkingu? Og hvers vegna virðast karlmenn alltaf nota verri orð um konur en konur nota um karlmenn?

Við gerðum einu sinni könnun við HÍ þar sem safnað var saman niðrandi orðum um bæði kynin og svo var litið á hvers eðlis þau voru. Í fyrsta lagi þá voru miklu miklu fleiri niðrandi orð til um konur en um karla. Í öðru lagi vísuð flest þessi niðrandi orð til útlits kvennanna (að þær væru feitar eða ljótar) eða til lauslætis þeirra. Niðrandi orð um karlmenn (sem voru ekki svo mörg) vísuðu helst til gáfnaskorts. Það endurspeglar kannski þjóðfélagið eins og það var. Karlmenn áttu að vera gáfaðir (og helst ríkir) en konur áttu að vera fallegar og hreinlífar. Það hefur alltaf þótt verra að vera lauslát kona en lauslátur karlmaður. Er meira að segja til lauslátur karlmaður...er hann þá ekki kallaður kvennaljómi

Annars skilst mér að þetta sé að jafnast út. Konur eru orðnar launahærri og þurfa ekki eins mikið á ríkum karlmönnum að halda og því eru þær líka farnar að velja eftir útliti. Ætli það eigi eftir að endurspeglast í orðavali um karlmenn?


mbl.is Segir konur þurfa að hætta í mömmuleik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyr, heyr !

    Annars þekki ég til nokkurra karlmanna sem eru ótrúlegar karlrembur í kjaftinum, en heima hjá sér hafa þeir engin völd og eru jafnvel töluvert launalægri en eiginkonur þeirra. Lýsir þetta ekki beint vanmáttarkennd þeirra ? 

      Allavega finnst mér að þeir fái hreinlega útrás með þessum hætti, að tala niðrandi um konur, útá við þ.e.a.s.  sérstaklega á meðan konur stjórna lífi þeirra svona áberandi !

      Brynja (IP-tala skráð) 1.10.2010 kl. 04:48

      2 identicon

      Það sem þið túrpíkunar geta vælt um, það þarf að híða allar feminsta á Íslandi.

      femenistinnnn (IP-tala skráð) 1.10.2010 kl. 07:09

      3 identicon

      ...og femenistinnnn þarf greinilega að læra íslensku því að ég skil ekkert hvað hann/hún er að reyna að segja. En ég tel reyndar hvort eð, að það sé ekkert gáfulegt sem hann/hún sé að reyna að tjá

      Iris (IP-tala skráð) 1.10.2010 kl. 08:49

      4 Smámynd: Árni Sigurður Pétursson

      maður og kona

      karl og kerling

      hvað er að þessu ?

      Árni Sigurður Pétursson, 1.10.2010 kl. 13:56

      5 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

      Árni, ég er nokkuð viss um að að konur tala ekki um unga menn sem karla. Við notum orðið menn eða karlmenn. Annars er það nú svo að það er ekki sama niðrandi merkingin í orðinu karl eins og orðinu kona. Rétt eins og piparsveinn hefur jakvæðamerkingu en piparmey neikvæða.

      Og femenistinnnn, ég held að orð þið 'túrpíka' passi einmitt í það sem ég er að benda á. Virkilega ógeðslegt orð og þú ættir að skammast þín fyrir að nota það á nokkra manneskju. Þú ert dóni.

      Kristín M. Jóhannsdóttir, 1.10.2010 kl. 15:42

      6 identicon

      mikið rosalegt magn er orðið af þurrkuntum með sand í píkunni á íslandi :S

      Gunnar (IP-tala skráð) 1.10.2010 kl. 16:57

      7 identicon

      Mér langaði að koma því á framfæri að oftar en ekki eru kvenmenn sem og karlmenn með svipaðan orðaforða í garð hins kynsins, og oftast þegar fólk í sambandi er að tala um maka sinn t.d. kerlingin og kallinn. Eða þegar vinir eiga í hlut.

      En mér er það hins vegar miður að þetta kemur oftar fram hjá yngri kynslóðum og þá sér í lagi hjá ungu fólki á höfuðborgarsvæðinu.

      Það má taka það fram að ég er einungis 25 ára utan af landi en hef búið í Rvk í 6 ár vegna menntunar og þyki vera af verstu karlrembu stéttinni þ.e. sjómaður.

       Með þennan karlrembustimpil sem menn fá oft á sig, hann kemur yfirleitt út frá því að karlar eru að reyna að rökræða við kvenmenn, og þegar konan er búin að sjá að slagurinn er tapaður þá er maðurinn sjálfkrafa orðinn karlremba en ef konan vinnur þá er karlinn vitlaus.

      því miður er þetta svona og tel ég að mikið þurfi að ganga á í þjóðfélaginu svo að því verði breytt.

      Atli (IP-tala skráð) 1.10.2010 kl. 18:19

      8 Smámynd: Sigurjón

      Athygliverð spurning hjá þér Stína.  Ekki átta ég mig á því hvers vegna þetta er svona, en ég tala aldrei um ungar konur sem kerlingar og finnst það rangt.  Máski ekki svo niðrandi, heldur skakkt orð.

      Kveðjur til Kanödu.

      Sigurjón, 1.10.2010 kl. 22:06

      9 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

      Atli, það er rétt hjá þér, fólk notar stundum 'karlinn' og 'kerlingin' hvort um annað. En ef það er alla vega sagt með hlýju í rödd eða gælutón er það ekki eins slæmt. Hvað snertir sjómenn - ég þekki marga, kem af sjómannaættum - ég held þeir séu alls ekki endilega meiri karlembur en aðrar stéttir, en það fylgir svolítið stéttinni að tala stórt.

      Flott hjá þér Sigurjón. Alltaf tala vel um konur, jafnvel ef þær eiga það ekki alltaf skilið. Karlmaður sem sýnir konum virðingu fær virðingu á móti. 

      Kristín M. Jóhannsdóttir, 2.10.2010 kl. 00:36

      Bæta við athugasemd

      Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

      Innskráning

      Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

      Hafðu samband