Eru engar lágmarkskröfur um íslenskukunnáttu á Netmogganum?
10.10.2010 | 23:30
Þetta sagði stjörnuspáin fyrir meyjuna í dag:
Meyja: Það er einhver draugagangur í kring um þig. Meyjan getur sýnt af sér hvoru tveggja og eðlilegt að þessi öfl togist á. Hann á gott með að hlusta á það sem aðrir segja fyrir vikið.
Ég les stjörnuspána bara að gamni því það er ljóst að hvort sem eitthvað er til í stjörnuspeki eða ekki þá er ekki hægt að gera trúanlega spá á hverjum degi fyrir alla sem fæðast innan ákveðins merkis.
En það breytir því ekki að mér finnst maður geta gert lágmarkskröfur til þess að einhver skólakrakki þýði ekki bara úr ensku án þess að reyna að gera þetta skiljanlegt á íslensku. Þegar ég les þetta get ég ekki annað en hugsað:
- 'Hvoru tveggja' hvað er það sem meyja getur sýnt? Fyrsta setningin segir að það sé einhver draugagangur í kringum mann...getur þá meyjan sýnt af sér draugagang? En hvað er þá hitt sem meyjan getur sýnt af sér?
- Hvaða öfl togast á? Draugagangurinn og eitthvað annað?
- Og hver er 'hann'? Meyjan? En meyjan er kvenkynsorð og ætti því að vísa til meyju með 'hún'. Eða er verið að vísa til 'hans draugagangsins'? Á draugagangurinn auðvelt með að hlusta á aðra?
Ja hérna. Þvílíkt hnoð. Það er í raun ekki heil hugsun í þessu. Ég held að tíu ára gamla bróðurdóttir mín myndi skrifa betur. Svei mér þá ef sú sjö ára myndi ekki standa sig betur líka.
Athugasemdir
Ég setti inn á blogg"komment" hjá mér stóra greinargerð eða yfirgripsmikið svar til þin um bollaleggingar vegna þáttar Yoko(ar) um endalok Bítlanna. Takk fyrir þínar vangaveltur þar um.
Jens Guð, 12.10.2010 kl. 23:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.