Valdamenn í vanda

Þessi fyrirsögn gæti sjálfsagt átt við um marga en þessi færsla er um undarlegan fréttatíma í sjónvarpinu í kvöld. Það er eins og menn í valdastöðum í Kanada séu gengnir af göflunum. Í einum og sama fréttatímanum var fjallað um

  • Herforingja í kanadíska hernum sem játaði í dag nauðgun og morð á tveim konum og yfir áttatíu innbrot í íbúðir kvenna þar sem hann stal nærfötum og tók svo myndir af sjálfum sér í nærfötunum. Þessi mynd sem ég set inn hérna er ekki sú fyndnasta sem var sýnd en sú eina sem ég fann á netinu. Í þrettán tilfellum var um að ræða heimili kvenna undir átján ára aldri og meðal annars tók hann mynd af nærfataskúffu tólf ára gamallar stúlku og runkaði sér á rúmi hennar.
  • Þrír drukknir lögreglumenn stukku út úr leigubíl og réðust á blaðaburðamann og misþyrmdu honum. Ég hef ekki séð neina ástæðu gefna fyrir verknaðnum. Þetta er sennilega í fjórða eða fimmta sinn á þessu ári í Vancouver að lögreglumenn eru sakaðir um drykkju og misþyrmingar.
  • Nú standa líka yfir réttarhöld gegn landamæraverði sem ítrekað framdi líkamsleit á konum sem keyrðu yfir landamærin. Hótaði hann því að þeim yrði vísað úr landi ef þær sættu sig ekki við leitinu. Fór hann síðan með konurnar á almenningssalerni nálægt landamærunum þar sem þær þurftu að afklæða sig áður en hann þuklaði þær. Ég er næstum því hundrað prósent viss um að ég talaði við  þennan mann í eitt þeirra skipta sem ég hef keyrt yfir landamærin. Ég var samt svo heppin að ég er með kanadískt landvistarleyfi en þær konur sem hann valdi voru þær sem ekki höfðu dvalar eða atvinnuleyfi heldur voru eingöngu hér tímabundið.
  • Við þetta má svo bæta að unglingastjarnan Justin Bieber sem er hér í borginni þessa dagana lenti í einhverjum ryskingum við tólf ára dreng á leisertag stað um helgina. Verið er að rannsaka málið en enn er ekki vitað hvað nákvæmlega gerðist.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband