The Winnipeg Icelander eftir Guttorm Guttormsson
26.10.2010 | 03:20
Ég hef verið að fara í gegnum kassa með dóti frá Winnipegárum mínum. Þar er margt spennandi og sumt hlutir sem ég var búin að gleyma að ég ætti. Ég fann líka myndir af fólki sem ég var búin að gleyma að ég hefði þekkt, svo sem fólk úr Skandinavíukórnum o.s.frv. Eitt af því sem ég rakst á var mynd af Magnúsi Elíassyni, sem lést fyrir nokkrum árum. Á hátíðarstundum átti hann það til að fara með eftirfarandi ljóð Guttorms Guttormssonar, sem var nokkurs konar þjóðskáld Vestur Íslendinga í Manitoba - og þar mun þekktari en Stefán Fjallaskáld. Ef ske kynni að enn væru til Íslendingar sem ekki hafa lesið þetta dásamlega ljóð þá læt ég það flakka:
The Winnipeg Icelander
Eg fór on' í Main street með fimm dala cheque
Og forty eight riffil mér kaupti
Og ride út á Country með farmara fékk,
Svo fresh út í brushin eg hlaupti.
En þá sá eg moose, út í marshi það lá,
O my- eina sticku eg brjótti!
Þá fór það á gallop, not good anyhow,
Var gone þegar loksins eg skjótti.
Að repeata aftur eg reyndi' ekki at all,
En ran like a dog heim til Watkins.
En þar var þá Nickie með hot alcohol.
Já, hart er að beata Nick Ottins.
Hann startaði singing, sá söngur var queer
Og soundaði funny, I tell you.
Eg tendaði meira hans brandy og beer,-
You bet, Nick er liberal fellow.
Og sick á að tracka hann settist við booze,
Be sure, að hann Nickie sig staupti.
Hann hafði' ekki í lukku í mánuð við moose
Af Mathews hann rjúpu því kaupti.
-Í Winnipeg seg'r ann að talsverðan trick
Það taki að fira á rjúpu
Og sportsmann að gagni að gefa 'enni lick,
En God - hún sé stuffið í súpu.
Við tókum til Winnipeg trainið-a fly,
Nick treataði always so kindly.
Hann lofði mér rjúpuna' að bera' upp í bæ
Eg borgaði fyrir það, mind ye.
Svo dressaði Nick hana' í dinnerin sinni
Og duglega upp 'ana stoppti,
Bauð Dana McMillan í dinnerinn sinn,
Eg drepti 'ana, sagði' ann, á lofti.
-Guttormur Guttormsson
Athugasemdir
SNILLD!
Rut (IP-tala skráð) 26.10.2010 kl. 08:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.