Stjörnumorðinginn

Það vantar alveg skemmtilegasta hlutann í þessa frétt. Þau Randy og Evi hafa nefnilega nefnt þá ástæðu fyrir flóttanum, að verið sé að drepa kvikmyndastjörnur í Hollywood. Því til sönnunar nefna þau dauða David Carradine og Heath Ledger. Já, ekki get ég sagt að dauði tveggja leikara bendi til raðmorðingja í Hollywood, og ef slíkur væri til þá er ég ekki viss um að Randy Quaid væri næstur á listanum. Mér þykir ekki líklegt að yfirvöld í Vancouver muni veita honum pólitískt hæli vegna þessa.
mbl.is Randy og Evi Quaid sækja um hæli í Kanada
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Sá reyndar í fréttum í kvöldað hann nefndi alla vega eina aðra kvikmyndastjörnu sem var drepin en ég var á hlaupum framhjá sjónvarpinu svo ég náði því ekki alveg hver hann var. Vá, þessi náungi er klikkaður. Í kvöld var líka viðtal við hann þar sem hann var að flytja ljóð til hundsins síns eftir að hundurinn var sóttur úr geymslu.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 29.10.2010 kl. 02:47

2 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Jamm Kristín (takk fyrir síðast ;) þetta er dularfullt mál.  Veit ekki hversu klikkaður Randy er, hann leikur allavega aðallega klikkaða gaura.

Það sem grey dómarinn þarf að gera áður en hann hafnar þessari pólitísku flóttabeiðni, er að meta trúverðugleika sögunnar! 

Það eru líka fleiri lönd í heiminum sem taka við meintum  (klikkuðum) pólitískum flóttamönnum af einskærri góðmennsku, og nú hvílir einn, truflaður af yfirvöldum, í íslenskum kirkjugarði.  

Jenný Stefanía Jensdóttir, 29.10.2010 kl. 02:59

3 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Það er rétt hjá þér (og takk sömuleiðis). Mér sýnist annars á ellefu fréttum að til þess komi ekki. Þar kom fram að Randy og kona hans hafi greitt skuld sína í Bandaríkjunum og muni mæta fyrir rétt þar í næstu viku svo líklega ætlar hann ekki að halda flóttamannaumsókninni til streytu. Heldurðu annars að Jana syngi svona ljóð til hundsins síns?

Kristín M. Jóhannsdóttir, 29.10.2010 kl. 07:00

4 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Besta "skýringin" sem ég hef séð er hér: http://www.cracked.com/blog/what-if-randy-quaid-isnt-insane/

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 29.10.2010 kl. 16:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband