Allt saman Akureyringar

Er það nokkuð skrítið? Eru þetta ekki allt Akureyringar í bíltúr? Þeir þurfa að fara í gegnum Múlagöng til að komast að Héðinsfjarðargöngum, ef ég man landafræðina rétt. Og það þýðir þá líka að Siglfirðingar á leið til Akureyrar þurfa þess sama.
mbl.is 420 bílar á dag um Héðinsfjarðagöng
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Kannski voru þetta bara Ólánsfirðingar að fara til Siglufjarðar og Siglfirðingar til Ólánsfjarðar.

Jón Steinar Ragnarsson, 30.10.2010 kl. 03:44

2 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

En  þá þurfa þeir bara í gegnum Héðinsfjaraðargöngin en ekki í gegnum Múlagöngin, er það ekki? Fréttin var um það að sama hlutfall bíll fór í gegnum bæði göngin. Eða er ég alveg að tapa landafræðinni? Hef náttúrulega ekki farið þarna í yfir ellefu ár.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 30.10.2010 kl. 07:07

3 identicon

Komdu sæl, Snorri heiti ég og bý í Maple Ridge austan Vancouver. Ég flutti hingað fyrir um tveimur mánuðum og var að byrja í University Transfer program í Langara college. Mig vantar að vita hvað við höfum íslenskt hérna í neðri hluta BC. Ég var að spá hvort ég gæti verið í email sambandi við þig ef þú mættir missa stundir í að svara örstöku bréfum? Það kæmi sér vel...

Kv,

Snorri Ö. K.

Snorri Kristinsson (IP-tala skráð) 3.11.2010 kl. 01:12

4 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Blessaður Snorri og velkominn á stórvancouversvæðið. Ef þú ert á Facebook þá skaltu endilega skrá þig í 'Íslendingar í Vancouver'. Það er góður staður til að nálgast aðra. Get líka sagt þér að núna á föstudaginn er næsti 'Íslendingahittingur'. Þá ætlum við býsna mörg að fara á Original Joe's á Broadway og Cambie. Klukkan 7.30. Gott fyrir þig að mæta þar og hitta Íslendinga á svæðinu. Og ég, þér er velkomið að vera í sambandi. Netfangið mitt er stina@mail2skier.com

Kristín M. Jóhannsdóttir, 3.11.2010 kl. 16:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband