Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nóv. 2024
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Tenglar
Mikilvægir hlekkir
Mikilvægir hlekkir
Vinir blogga
Sjáið hverjir fleiri eru að blogga
Bloggvinir
- Alfreð Símonarson
- Anna
- Ágúst H Bjarnason
- Berglind Steinsdóttir
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Bergur Thorberg
- Björn Emilsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Brynja skordal
- Bwahahaha...
- Eiður Svanberg Guðnason
- Einar Indriðason
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- Fjarki
- Geiri glaði
- gudni.is
- Guðmundur Pálsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Guðrún Ösp
- Gunnar Kr.
- Gunnar Már Hauksson
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Halla Rut
- Heiða Þórðar
- Helgi Már Barðason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Himmalingur
- Hlynur Hallsson
- Hlynur Jón Michelsen
- Huld S. Ringsted
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Íshokkí
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Elíasson
- Jón Svavarsson
- Júlíus Valsson
- Kent Lárus Björnsson
- Kolbrún Kolbeinsdóttir
- Kristín Helga
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Loftslag.is
- Magnús Geir Guðmundsson
- Marinó Már Marinósson
- María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
- mongoqueen
- Mummi Guð
- Myndlistarfélagið
- Norðanmaður
- Ólafur Th Skúlason
- Ómar Pétursson
- Páll Ingi Kvaran
- Pétur Björgvin
- Ragnar Páll Ólafsson
- Rannveig Þorvaldsdóttir
- Riddarinn
- Róbert Badí Baldursson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Ruth Ásdísardóttir
- Sigrún Jónsdóttir
- Sigurður Antonsson
- Sigurjón
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sæþór Helgi Jensson
- Toshiki Toma
- Valdimar Gunnarsson
- Vertu með á nótunum
- Wilhelm Emilsson
- Þorsteinn Briem
- Þóra Lisebeth Gestsdóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- Þröstur Unnar
- Öll lífsins gæði?
Aukin notkun veikra lýsingarorða
3.11.2010 | 16:58
Undanfarna mánuði hef ég tekið eftir athyglisverðri breytingu á notkun lýsingarorða á netinu, og þá sérstaklega á meðal kvenna. Þær nota veik lýsingarorð ein og sér án nafnorðs. Veik lýsingarorð eiga að standa með ákveðnum nafnorðum og ættu aldrei að standa ein og sér. Ef notuð eru lýsingarorð án nafnorðs þá höfum við þau í sterkri beygingu:
Hún er lítil - sterk beyging
Hér er lítil kona - sterk beyging
Hér er litla konan - veik beyging
En á Facebook, t.d., sé ég aftur og aftur athugasemdir við myndir sem hljóða svona:
Sætu
Sæta
Flotta
Flottustu
Sætustu
Þetta er að sjálfsögðu ekki eina notkunin. Sem betur fer er það ennþá algengt líka að nota sterku beyginguna og skrifa 'sætar' eða 'sætastar' en þessi notkun veikra lýsingarorða er samt alveg ótrúlega algeng.
Hafa aðrir tekið eftir þessu? Einhverjar hugmyndir um hvaðan þetta kemur?
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:59 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Athugasemdir
já, ég hef tekið eftir þessu. Ég ímynda mér að ástæðan sé sú að það sé þarna ósagt nafnorð eða jafnvel fornafn að baki, sbr. sætu (hjón), flotta (kona), sæta (þú). Mér finnst þetta samt einstaklega undarlegt í efsta stigi. Svo má náttúrlega velta því fyrir sér hvort þetta sé upphafið að endinum fyrir sterka beygingu lýsingarorða ... ég meina sterku beygingu lýsingarorða.
Halldóra (IP-tala skráð) 3.11.2010 kl. 22:00
Þú hefur sennilega rétt fyrir þér. En af hverju ætli fólk sé farið að sleppa nafnorðinu? Er þetta skrifleti? Fólk skrifar almennt meira nú en það gerði (margir eru á netinu sem aldrei tóku upp penna) og þetta er þá nokkurs konar stytting. SMS dæmið í annarri mynd. En við skulum vona að sterka beygingin sé ekki almennt á undanhaldi.
Kristín M. Jóhannsdóttir, 4.11.2010 kl. 00:39
Sæl frænka í Kanödu.
Ekki kæmi það mér á óvart þó hér sé um leti að ræða hjá stafaþrykkjurum.
Kveðja frá Fróni.
Sigurjón, 4.11.2010 kl. 13:11
Tekl undir með Halldóru. Það er þarna ósagt nafnorð.
Lilja (IP-tala skráð) 4.11.2010 kl. 13:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.