Alveg ákaflega illa skrifuđ frétt
11.11.2010 | 17:02
Ég er yfirleitt ekki í ţví ađ blogga um fréttir, nema ţegar ţćr eru svo illa skrifađar ađ ég á ekki til orđ. Hér er eitt svoleiđis dćmi. Hér er fyrsta málsgreinin í fréttinni:
Mađur frá Sádí-Arabíu myrti 17 ára gamlan son sinn ásamt móđur drengsins og henti líki hans í brunn sem er ekki í notkun. Síđan fór mađurinn beint til lögreglunnar og tilkynnti um hvarf sonar síns.
Og hér er önnur málsgreinin:
Hinn 56 ára gamli mađur sem býr í bćnum Yanbu í Sádí-Arabíu kyrkti son sinn međ hjálp móđur drengsins og henti honum í brunninn áđur en hann fór til lögreglunnar.
Í fyrstu málsgrein kemur sem sagt fram:
- Mađurinn er frá Sádí-Arabíu
- hann myrti 17 ára gamlan son sinn
- ásamt móđur drengsins
- henti líkinu í brunn
- fór svo til lögreglunnar
- tilkynnti lögreglunni um hvarf sonarins
Í málsgrein númer tvö kemur fram:
- Mađurinn er 56 ára
- býr í Yanbu í Sádi-Arabíu
- kyrkti soninn
- móđirin hjálpađi honum
- henti syninum í brunn
- fór svo til lögreglunnar
Sem sagt, í báđum málsgreinunum kemur fram ađ mađurinn er frá Sádí Arabíu og ađ hann myrti son sinn međ hjálp móđur drengsins. Í báđum kemur svo fram ađ hann henti síđan líkinu í brunn og fór til lögreglunnar.
Ţađ hefđi veriđ hćgt ađ segja:
56 ára gamall mađur frá Yanbu í Sádí-Arabíu kyrkti 17 ára gamlan son međ hjálp móđur drengsins. Hann henti líkinu síđan í brunn sem ekki er í notkun og fór svo til lögreglunnar og tilkynnti um hvarfiđ.
Hér hafa allar upplýsingar úr báđum málsgreinum komiđ fram og ég notađi ađeins tveim orđum fleira en fyrsta málsgreinin í fréttinni ein og sér.
Ţar ađ auki er útilokađ ađ misskilja hlutverk móđurinnar, en ţegar ég las fréttina í blađinu hélt ég fyrst ađ mađurinn hefđi drepiđ bćđi dreng og móđur, og skyldi ţví ekki af hverju hann henti bara drengnum í brunninn en ekki móđurinni. Blađamenn ţurfa alltaf ađ lesa vel yfir og sjá til ţess ađ a) fréttin sé liđlega skrifuđ, b) ađ ekki megi misskilja fréttina auđveldlega og svo auđvitađ c) ađ fréttin sé rétt stafsett (sem ekki er vandamál ţarna ađ ţessu sinni).
Viđ sem erum ađ blogga okkur til gamans eigum ađ fylgja sömu reglum, en ef okkur verđur á ţá hefur ţađ samt ekki nálćgt ţví sömu áhrif ţví fáir lesa flest blogg en Mogginn hefur stóran lesendahóp. Viđ hljótum ţví ađ geta sett hćrri kröfur til ţeirra sem hafa atvinnu af ţví ađ skrifa fyrir blađ.
Myrtu son sinn og hentu í brunn | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Athugasemdir
Ég tek heils hugar undir ţessi orđ og alla greininguna; ég hélt nefnilega fyrst ađ hann hefđi myrt mćđginin bćđi ţótt annađ kćmi samt fram í fyrirsögninni. Einkennilega illa orđađ og kauđalega. En svona málfar verđur sífellt algengara á mbl.is og mađur hnýtur ć oftar um svona bjánagang. Stundum er hćgt ađ hlćja ađ vitleysunni en ekki alveg alltaf...
Nanna Gunnarsdóttir (IP-tala skráđ) 11.11.2010 kl. 20:13
Já einmitt, fyrst ţegar ég las fréttina hélt ég ađ mađurinn hafđi myrt mćđginin.
Arnar (IP-tala skráđ) 11.11.2010 kl. 21:05
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.