Góðar fréttir

Gott að heyra að gamli Arsenal maðurinn Robert Pires skuli vera kominn til baka í ensku úrvalsdeildina. Fyrir tæpum mánuði bárust þær fréttir að fimmtudeildarliðið Crawley Town hefði áhuga á leikmanninum og það var ákaflega skemmtilegt að sjá viðbrögð Arsène Wenger við þeim fréttum, en Pires hefur verið að æfa með Arsenal undanfarið. Wenger sagði að þetta væru stærri fréttir en samningur Rooneys við ManU. sem segir kannski meira um það hvað Wenger fannst um Rooney fréttina. Set hér inn bút úr viðtalinu við Wenger – aðallega vegna þess að mér finnst svipurinn á honum óborganlegur. Þar að auki er alltaf gaman að sjá Wenger glotta.


mbl.is Pires genginn í raðir Aston Villa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kallinn er alltaf dásamlegur, humoristi fram í fingurgóma.

leifur (IP-tala skráð) 18.11.2010 kl. 20:06

2 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Já, hann er magnaður. Og líka alveg örugglega með gáfuðustu fótboltaþjálfurum sem finnast.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 18.11.2010 kl. 20:21

3 identicon

Klárlega svo slátrum vid Tottenham á laugardaginn.

Áfram ARSENAL.

leifur (IP-tala skráð) 18.11.2010 kl. 22:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband