Nú skal hlaupið

Í dag skráði ég mig í 10 kílómetra hlaup í Vancouver Sun keppninni. Ég hef ekki hlaupið í marga mánuði vegna þess að ég er búin að vera að berjast við meiðsli og síðan veikindi, en ég hef þrjá mánuði til að komast í form. Ætti að geta það. Í versta falli hleyp ég tíu kílómetrana á lengri tíma en ég áætlaði við skráningu.

Og nú verð ég að hætta að blogga. Ég geri allt til þess að þurfa ekki að  lesa skólabækurnar en minna má nú vera. Í stað ætla ég að koma mér upp í skóla enda á ég að hitta Gunnar klukkan þrjú. Ef ég er snemma á ferð næ ég kannski að pína mig til að setjast niður með kaffibolla og lesa grein eftir Jean-Marc Gachelin um framvinduhorf og vanahorf í ensku. Og það er líka best að ég muni eftir að koma við á Ticketmaster og sækja miðann minn á Arrogant Worms tónleikana á morgun. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flott hjá þér. Mér tókst að velja New York ferð akkúrat þegar Ottawa Maraþonið er í maí. Var alveg búin að ákveða að skrölta tíu kílómetra þar.

Auður (IP-tala skráð) 1.2.2007 kl. 23:46

2 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Mmmmmmmmmmmm New York. Þú átt ekki eftir að sjá eftir því.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 3.2.2007 kl. 02:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband