Palli og Heather
10.5.2006 | 06:55
Var að sjá á Visi að vandamál eru í hjónabandi hans Palla míns og konu hans. Eiga þau að vera flutt í sundur. Ég myndi ekki segja að þetta kæmi algjörlega á óvart en þykir þetta þó sorglegt. Karlgreyið, en hvað var hann líka að hugsa að fara að giftast konu sem er á aldur við krakkana hans. En það er alltaf slæmt þegar hjónabönd ganga ekki upp.
Nú haldið þið víst að ég sé himinlifandi af því að hann sé kannski að komast aftur á laust og að ég geti þá mætt á staðinn og gripið. En ég verð að benda á þá óyggjandi staðreynd að hann er orðinn alveg hundgamall. Eftir um tvo mánuði getur hann sungið When I'm 64 og það verður ekki lengur í framtíðinni. Jú, þegar ég var svona 10-14 ára dreymdi mig um að giftast Paul (þegar mig var ekki að dreyma um að giftast Paul Young eða George Michael - hvað vissi ég að hann væri hommi - George, það er að segja) en ég vildi gifast ungum Paul. Þeim sem varð frægur og var ennþá ungur og fallegur. Því miður er Paul búinn að vera gamall og hrukkóttur í nokkuð langan tíma núna og þótt ég elski hann enn, og þótt það hafi verið ógurlega gaman að sjá hann á tónleikum, þá myndi ég nú ekki vilja sjá hann naktann. Sorry.
En þetta er verst fyrir barnið. Beatrice er bara tveggja ára.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.