American Idol

030101.jpg

Hvernig er það, horfa Íslendingar á American Idol eða er það bara íslenska 'ædolið' sem er sýnt heima? Ef þið sjáið ekki það ameríska vitið þið ábyggilega ekkert um hvað ég er að tala núna á eftir en ég ætla nú samt að láta móðinn mása.

Ég horfi almennt ekki á veruleikaþætti. Finnst þeir leiðinlegir, enda einbeita þeir sér að því að sýna fólk að rífast, svikult fólk með undirlægjuhátt o.s.frv. Þetta á ekki við um American Idol. Þar er söngurinn í aðalhlutverki og við fáum aldrei að sjá á bak við tjöldin. Sem er akkúrat eins og ég vil hafa það. Eiginlega er American Idol ekki veruleikaþáttur. Hann er meira eins og spurningakeppni eða eitthvað svoleiðis.

Ég hef af og til horft á þáttinn undanfarin fjögur ár. Ég horfði ekki fyrsta árið nema á úrslitaþáttinn sem ég sá einhvern hluta af. Vanalega er ég reyndar ekki heima þegar þátturinn er sýndur en ef ég er heima kveiki ég vanalega á sjónvarpinu og svo dunda ég mér við að skrifa á meðan lögin eru flutt en hlusta sérstaklega á gagnrýnina. Ég er búin að komast að því að ég hef ekkert vit á tónlist. Alla vega er ég oft gjörsamlega úti að aka þegar ég ber mig saman við Simon og hans lið. Vanalega er mér líka alveg sama um hver vinnur og hver heldur áfram o.s.frv. Það var helst að ég fylkti mér í lið í annarri keppninni, þar sem Clay Aikon og Rubens kepptu. Ég hélt með Ruben sem er stór svartur bangsi með yndislega rödd. Ég hef reyndar ekki keypt plötuna hans enda syngur hann lög sem mér finnst ekkert sérlega skemmtileg.

En að þessarri keppni. Þetta er í fyrsta sinn sem ég horfi á keppnina af áhuga og ég held að það sé vegna þess að svo margir góðir eru þarna núna, og enginn þeirra er að syngja þessi hræðileg danslög sem hafa verið svo vinsæl í þessarri keppni. Þau sem kepptu í kvöld Chris, Elliot, Katharyn og Taylor eru öll stórgóðir söngvarar og öll gætu unnið og öll eiga eftir að búa til áhugaverðar plötur.

En ég á erfitt með að gera upp hug minn. Ég verð þó að segja að eftir frammistöðuna í kvöld held ég að Katharyn eigi skilið að fara heim. Og hún er líka sú sem mér er mest sama um. Hún hefur stundum staðið sig frábærlega en svo inn á milli er hún hreinlega leiðinleg. Og hún var pottþétt verst í kvöld. Hins vegar er hún eina konan sem er eftir og hún má ábyggilega fá fullt af atkvæðum út á það. Þar að auki á hún víst stóran aðdáendahóp.

 Mér finnst Elliot yndislegur. Hann hefur fallega rödd og  mér líkar við hann. Simon líkar ekki við hann og hann er ófríðastur þeirra fjögurra og á eftir að tapa á því. Í alvöru, fullt af fólki fer eftir svoleiðis hlutum. Margir hafa sagt að hann sé hreinlega ekki efni í stjörnu þótt hann hafi augljóslega hæfileikann. En í kvöld stóð hann sig frábærlega, og á virkilega skilið að komast áfram. 

Chris er maður að mínu skapi. Hans tónlist er greinilega rokk alternative sem er einmitt sú tónlistastefna sem ég hlusta mest á þessa dagana og mér finnst alltaf gaman að hlusta á hann syngja. Ég veit að ég á eftir að kaupa plötu frá honum. Hann er líka rokkstjarna í sér. Ég get séð hann sem framvörð vinsællar hljómsveitar. Margir halda að hann eigi eftir að vinna og ég held að hann myndi ekki valda vonbrigðum.

Já, Chris og Elliot eru báðir frábærir, en ég verð að viðurkenna að hjartað er nú í eigu Taylors. Það var persónuleiki hans sem heillaði mig áður en ég fór virkilega að hlusta á hann syngja. Hann er alltaf ánægður og það er enginn sem lifir sig eins inn í tónlistina og hann. Hann á líka bestu setninguna: "It's music, man. If music is in your heart, you feel it, you play it, you sing it, you perform it, you bust your buns doing it. Thats what its all about!" En málið er að Taylor er einfaldlega frábær söngvari. ég hlóð niður af neitnu nokkur af lögunum hans frá því fyrir keppnina og þau eru virkilega góð. Hann hefur þessa yndislegu soul-rödd og það er svo mikill innileiki í því sem hann gerir. Þegar platan hans Taylors kemur út þá mun ég kaupa hana, og ef hann fer í tónleikaferð (aðra en þá með öllu idolgenginu) þá mun ég fara og sjá hann. Það skiptir ekki máli hvort hann vinnur eða ekki. Taylor er þegar orðinn stjarna.

í næstu viku vil ég sem sagt sjá Taylor, Chris og Elliott og það skiptir eiginlega ekki  máli hver vinnur keppnina. Þeir eiga allir eftir að ná langt. Kannski er best að Elliot vinni því hann á lengst í land og þarf hjálp frekar en hinir tveir. Taylor og Chris eru einfeldlega báðir orðnir stjörnur nú þegar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband