Árið á feisinu

Það er forrit á Feisinu þar sem maður getur fengið stutt yfirlit yfir statusana sína á árinu. Hér er árið 2010 hjá mér samkvæmt Facebook:

Fyrsti blaðamannafundurinn með ensku/frönsku var haldinn í dag. Bíðum þar til á föstudag og þá fer allt á fullt með fimm tungumál! – langir dagar... – Wooooooooooooo...Ólympíuleikarnir eru hér. Og þvílík sýning!!! Sá Danaprins (elska hann), Noregsprins og Svíaprinsessu!!!! – sá tvo hokkíleiki í kvöld og í báðum var farið í vítakeppni. Þvílíkur dagur!!! Og að sjá Demetra vinna Rússana... – Guð minn góður, þvílíkur dagur. Kanada vann Ólympíugullið, frábær lokaathöfn með Neil Young, og síðan partý, partý, partý. Partýið í sjónvarpshöllinni fær fyrstu verðlaun! – Tók allt dótið úr blaðamannahöllinni og lokaði ICS skrifstofunni. Eftir sex vikur var erfitt að segja bless...en UBC Thunderbird Arena, hér kem ég!!!! – sá (í sjónvarpinu) Nasri skora fyrir Arsenal eitt flottast mark sem skorað hefur verið!!!! Þvílíkir hæfileikar. – Og nú erum við að gera þetta allt saman aftur. Ólympíuleikar fatlaðra! – Frábær tími í Whistler á síðasta degi Ól fatlaðra. Buffalo Bill's breyttist í Toby's. – er að gera kanadísku skattskýrsluna. Kanadamenn þyrftu að læra af Íslendingum hvað þetta snertir. – Frábær sigur Canucks. – las ástandskaflann í heilu lagi án þess að taka pásu (hey, hann er 50 blaðsíður og mjög flókinn), og gerði heilmargar athugasemdir. Ég hlýt að hafa ferskt útlit á þetta núna. – Fram allir verkamenn/og fjöldinn snauði/því fáninn rauði/því fáninn rauði. – heyrði náunga (merkingarfræðing) segja að hann hafi 'got volcanoed' í Póllandi. Ég geri ráð fyrir að það þýði að hann hafi orðið tepptur í Póllandi vegna ösku í loftinu – er að hugsa: Proto-Events! – Ef maður borðar íslenska kjötsúpu með kanadísku lambi, er maður á að borða íslenska kjötsúpu??? – Flestir enskumælandi segja að 'I'm loving X' sé tímabundnara ástand en 'I love X'. Ætli McDonalds viti þetta??? i'm loving it. – hjólaði 40 kílómetra í dag með Elli – skilur ekki hvað hefur komið yfir Íslendinga. Fór skynsemin með peningunum? – Stína er bæði anagram fyrir Saint og Satin! – Wiiið mitt hefur hætt að segja mér að ég sé of feit. Það er nú gott (það segir núna að ég sé eðlileg!!!) – Til hamingju Kanadamenn. Vonandi njótið þið dagsins. – álítur Alan Rickman frábæran leikara. – á stefnumót við Ringo! – Guð minn góður, Chris Isaak er æðislegur. Í hvert sinn sem ég sé hann á tónleikum skemmti ég mér frábærlega. Ótrúlega fyndinn náungi. Og magnað band sem hann hefur. – Því eru kenningar um generics alltaf svoooooo flóknar? – is progressivizing a habitual. – Jæja, mér tókst það. Kláraði hálf maraþon á tíma sem ég er ánægð með!!! Jei!!! Gallinn var að það sjokkeraði bílinn minn svo svakalega að hann dó. Í PoCo. – Að skrifa doktorsritgerð er að gera mig að betri gítarleikara. – Athyglisvert að uppáhaldsþjálfararnir mínir eru AV og AW. – skrifa skrifa skrifa. Vill einhver veðja á hvaða dag ég verð brjáluð? – Búin að skila ritgerðinni til External. Farin að klifra til að halda upp á það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband