Veðrið í Bandaríkunum

Veður í Bandaríkjunum sýnir vel hversu stórt landið er og hversu ólíkir landshlutarnir. Í þessari frétt er sem sagt sagt frá því að frostið á austurströndinni er um tuttugu gráðu og um fjörtíugráður í miðvesturríkjunum. Þetta á þó væntanlega aðeins við um nyrðri ríki miðvesturríkjanna. Hitinn í Kansas City er t.d. um ein gráða þessa stundina. Sömu vetrarhörkur ríkja ekki á vesturströndinni. Hiti í Seattle er níu gráður og sól. Í Los Angeles er 21 gráðu hiti. Það eru fjórtán gráður í Houston.

Ég fann vel fyrir þessu þegar ég flutti frá Winnipeg til Vancouver. Frost er mikið í  kringum tuttugu gráður í Winnipeg í janúar og fer gjarnan niður fyrir þrjátíu. Í Vancouver er hiti vanalega fyrir ofan núllið. Á móti kemur að sumrin í Winnipeg eru funheit en svalari hér á vesturströndinni. Sjórinn jafnar út hitann og því eru öfgarnar minni við sjóinn en þeir eru inni í miðju land. Mér fannst t.d. alltaf merkilegt í Winnipeg að hiti var mestur um fjögur leytið þótt sólin væri hæst á lofti um hádegi. Maður fattaði þá ekki heldur að líkur á bruna voru mestir um hádegi. Einhvern veginn tengdi maður það við hitann. 

Annars hef ég aldrei upplifað aðra eins hita eins og fyrsta sumarið mitt í N-Ameríku þegar við keyrðum frá Winnipeg til San Francisco og til baka. Leiðin suðvestureftir var ekki of erfið. Við keyrðum í gegnum Kanada til Lethbridge í Alberta, þaðan til Vancouver og síðan beint í suður í gegnum Seattle og Portland. Á leiðinni heim fórum við hins vegar í gegnum Nevada og síðan upp Idaho og Montana til Lethbridge. Hitinn í Nevada var ógurlegur og engin loftkæling í bílnum. Ég keypti plöntuúðara, fyllti hann af vatni og sprautaði svo yfir mig sem mest ég gat til að kæla skinnið. Einu sinni stoppuðum við á svona 'reststoppi' sem eru alls staðar meðfram þjóðvegum í Bandaríkjunum. Þetta var í eyðimörkinni miðri og ég var skíthrædd við að rekast á eðlur, snáka og sporðdreka en þurfti að pissa og að kæla mig. Ég fór undir vatnsbunu og rennbleytti mig. Fór svo á klósettið og aftur út. Ég var orðin þurr áður en við settumst aftur inn í bílinn. Varð að bleyta mig aftur. Fyrst eftir að ég settist rennblaut í bílinn og áður en hitinn þurrkaði mig á ný var þægilegasti tími ferðarinnar. 

Ég lærði af því að keyra aldrei í gegnum þennan hluta Bandaríkjanna aftur að sumri til án þess að vera í  loftkældum bíl. 

En nú er ég komin langt út fyrir efnið.


mbl.is Fimbulkuldi í Bandaríkjunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Emilsson

Hi Kristin

Hefurðu tekið eftir að það er ´sama´ veðrið í Reykjavík og Everett í dag um 8 stiga hiti og ívið hlyrra í Reykjavík!! Þetta er ekki í fyrst sinn. Það er greinilega að hlýna á landinu kalda.

Kveðja /BE

Björn Emilsson, 22.1.2011 kl. 22:00

2 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Já, það er enginn vetur lengur í Reykjavík. Var reyndar svolítið kalt þegar ég var þar örstutt um daginn, en marautt.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 22.1.2011 kl. 22:16

3 Smámynd: Björn Emilsson

Gaman að heyra frá þér hver er email´nn þinn?

bjorn.emilsson@gmail.com

Björn Emilsson, 22.1.2011 kl. 22:20

4 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

það er stina@mail2skier.com

Kristín M. Jóhannsdóttir, 23.1.2011 kl. 01:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband