Vel valið
3.2.2007 | 02:03
Frábært. Ég er einmitt að lesa síðustu kaflana í Draumalandinu og finnst það alveg mögnuð bók. Fyrstu kaflarnir eru fyrst og fremst skemmtilegir en þeim mun aftar sem dregur tekur meiri og meiri alvara við og ég átti ekki orð yfir sumu því sem þar stendur. Þessa bók eiga eiginlega allir að lesa og hún er þannig skrifuð að það ætti enginn að eiga í vandræðum með það. Hversu oft grípur mann svona fræðibók um umhverfismál. Ég vona samt að Andri og Ómar fari ekki að bjóða fram sér flokk. Það er ekki gott ef grænu atkvæðin fara að dreifast um of.
Vinur minn mælir annars með bókin Collapsed eftir Gerard Diamond. Stór og mikil bók um umhverfismál og þar eru meðal annars kaflar um Ísland og Grænland.
Til hamingju Andri Snær.
P.S. Til hamingju líka Ólafur. Hef hins vegar ekki lesið þá bók né neina hinna sem tilnefndar eru þannig að ég get lítið sagt um það val.
Andri Snær og Ólafur Jóhann hlutu Íslensku bókmenntaverðlaunin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.