Vinnur rjúpan bjórinn?

Ísland-Kanada í knattspyrnu. Það er eins gott að okkar menn vinni. Er ekki viss um að ég gæti horft framan í vini mína hér ytra ef við töpuðum fyrir þeim. Knattspyrna er reyndar geysivinsæl hér sem þátttökusport en fjöldi þeirra sem horfir á knattspyrnuleik er aðeins brot af þeim fjölda sem horfir á hokkí eða kanadíska fótboltann. Eins og sunnan landamæranna er verið að reyna að rífa upp boltann en hingað til hefur það lítið gengið. 

P.S. og fyrir þá sem halda að fyrisögnin hafi eitthvað með öl að gera skal bent á að þjóðardýr Kanadamann er bjór sem á ensku kallast beaver. 


mbl.is Ísland mætir Kanada á Laugardalsvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held reyndar að það væri mjög góður árangur hjá okkur ef við ynnum þennan leik. Fyrirfram myndi ég telja að Kanadíska landsliðið sé sterkara á pappírnum og miðað við árangur íslenska landsliðsins að undanförnu þá væri ég nú bara ánægður með jafntefli.

Þórhallur í Tórontó

Þórhallur Hjartarson (IP-tala skráð) 3.2.2007 kl. 07:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband