Kveikjarinn leystur af

Kveikjarinn sjálfur hefur misst vinnu sína við að skapa stemmningu á tónleikum. Áður fyrr var það regla að þegar kom að rólegu lagi á tónleikum kveikti fólk á kveikjurunum sínum og veifaði þeim í takt við lagið. Á Arrogant Worms tónleikunum varð ég vitni að því að í stað kveikjara veifaði fólk opnum farsímum. Samloku farsímarnir eru þannig gerðir að þegar þeir eru opnaðir kviknar ljós á skjánum og þetta var sem sagt notað til þess að skapa stemmningu. Ormunum fannst þetta ógurlega skemmtilegt og Trevor sagðist hafa aðeins séð einn kveikjara í öllu mannhafinu. Þá sagði Mike að það væri ekki rétt, þetta hafi ekki verið kveikjari heldur hafi verið kveikjari sem skjáhvílir á einum símanum. Ég gerði smá leit á vefnum þegar ég kom heim og komst að því að þetta er víst orðið algengt núna og er víst búið að vera það í rúmt ár eða lengur.

Sem sagt, tækning tekur alls staðar yfir.


 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband