Lítið skipulagt fram í tímann

Ég er búin að vera að kíkja á leiguauglýsingarnar á netinu undanfarið og það er undarlegt hvað Íslendingar virðast skipuleggja lítið fram í tímann. Í lok febrúar var fjöldi íbúða á leiguskrá, allar annað hvort lausar samstundis eða lausar fyrsta mars. Sumar auglýsingar buðu fólki að koma og skoða 27. og 28. febrúar – íbúðir sem voru til leigu fyrsta mars. Þetta er alveg stórfurðulegt. Er ekkert auglýst svona tveim mánuðum áður en það er laust? Ég hef ekki séð eina einustu íbúð til leigu fyrir fyrsta maí, og ég held ég hafi séð eina sem er laus fyrsta apríl. Þetta pirrar mig ógurlega því ég vil helst geta tryggt mér íbúð sem fyrst svo ég geti farið að plana í kringum búsetuna.

Ég er hrædd um að þetta verði ekki það eina sem sjokkerar mig þegar ég flyt heim. Er til stuðningshópur fyrir Íslendinga sem koma heim eftir að hafa verið lengi erlendis?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er nokkuð hrædd um að það verði margt sem á eftir að fara í taugarnar á þér þegar þú berð saman Ísland og Vancouver. Eftir þetta eina ár mitt í Vancouver hef ég rekið mig á svo ótalmargt sem mér finnst að Íslendingar ættu að taka upp eftir Vancouverbúum þannig að ég get rétt ímyndað mér hvernig þetta verður fyrir þig.

Halldóra (IP-tala skráð) 9.3.2011 kl. 21:21

2 Smámynd: Jens Guð

  Fyrir mörgum árum rakst ég á grein í ensku tímariti.  Hún fjallaði um "ótrúlegt en satt" undarlegar siðvenjur hinna ýmsu þjóða.  Þar var nefnt til sögunnar að Íslendingar undirbúi ekki sumarfrí fyrr en samdægurs.  Þá taki þeir skyndiákvarðanir út frá veðri eða öðrum aðstæðum.

  Vinnufélagi minn,  hálf-ensk,  sagði mér að Bretum þætti þetta eðlilega undarlegt.  Í Bretlandi skipuleggi fólk sumarfrí að ári á meðan þeir eru í sumarfríi árið áður.  

Jens Guð, 10.3.2011 kl. 02:39

3 Smámynd: Jens Guð

  ...hálf-ensk kona...ætti það að vera til að íslenskan sé rétt.

Jens Guð, 10.3.2011 kl. 02:41

4 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Þetta passar sem sagt alveg við það sem mér finnst um Íslendinga. Skrítið að ég hafði í raun aldrei hugsað út í þetta áður. Það er svo margt sem maður sér öðruvísi þegar maður stígur út fyrir landsteinana og horfir á þjóðina sína með augum annarra.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 10.3.2011 kl. 16:09

5 identicon

Eins og til dæmis það að allt er ekki best á Íslandi og það að mörlandinn kann ekki að bíða í röð

Siggi (IP-tala skráð) 14.3.2011 kl. 22:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband