Skólinn minn í 31. sæti
10.3.2011 | 16:19
Skólinn minn, University of British Columbia, er þarna í 31. sæti - á eftir bæði Toronto og McGill. Það er merkilegt fyrir þær sakir að á nýlegum lista um hvaða skólar eru bestir (þessi könnun var um hverjir væru virtastir) er UBC ofar hinum báðum. Hins vegar voru Toronto og McGill lengi taldir bestu skólarnir í landinu og aðeins á síðustu árum sem UBC hefur verið að síga fram úr þeim. Þannig að líklega er það þannig að virtustu skólarnir tengjast beint því hvaða skólar eru taldir bestir, en svo þegar það breytist hverjir eru bestir þá tekur einhvern tíma fyrir almenningsálitið að breytast. Samkvæmt því ætti UBC að síga fram úr hinum tveim að lokum.
Annars væri mjög spennandi að sjá hvað það er sem ræður úrslitum um álit fólks á skólum. Það hefur t.d. alltaf hjálpað Harvard að þeir þykja hafa eina bestu lögfræðideild í heimi. Og af því að lögfræðingar eru vinsælir í sjónvarpi þá er því oft flíkað að hinn eða þessi hafi próf frá Harvard. MIT er þó t.d. miklu betri skóli þegar kemur að alls kyns tækni (enda hafa snillingarnir í Big Bang Theory held ég flestir próf frá MIT) og þeir eru einnig betri í málvísindum, þar sem Noam Chomsky kenndi sem lengst. Gömlu Ivy league skólarnir munu sjálfsagt alltaf hafa gott orðspor líka, út af fornri frægð, og vegna þess hversu fólk flíkar oft prófum sínum hafi þeir lært þar.
Í Kanada gefur tímaritið McLeans út lista á hverju ári yfir bestu skóla landsins og einhvern tímann lagðist ég yfir það til að kanna hvernig þeir reiknuðu út gæði skólanna. Þar kom mér margt á óvart. Það sem mér þótti kannski merkilegast var að eitt af því sem veitti háan stuðul var einkunn innkomandi nemenda. Þ.e. hversu góðir voru nemendur þegar þeir hófu nám í skólanum. Ég get skilið að það skipti einhverju máli í USA þar sem nemendur ferðast oft landshorna á milli til að fara í betri skóla, en það er mjög sjaldgæft í Kanada. Alla vega á B.A. stiginu. Þar fara flestir í skóla í sinni heimabyggð. Að því leyti er ekki um neitt val að ræða og bestu nemendurnir sækja því ekki í ákveðna skóla eins og þeir gera í Bandaríkjunum.
En nú er ég orðin svöng og ætla að fá mér morgunverð.
Harvard virtasti háskóli heims | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Nau, vó! Þú ert ung kona í blóma lífsins sem ert að fá þér morgunnmat og stundar nám í einum besta skóla heims! Nice! Til hamingju með að vera til!
Icecream (IP-tala skráð) 11.3.2011 kl. 12:55
Ókei...
Kristín M. Jóhannsdóttir, 11.3.2011 kl. 18:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.