Spilavíti

Er ekki casino vanalega kallað spilavíti? Er verið að varast það orð sérstaklega af því að það hefur neikvæða merkingu? Er ekki allt í lagi að orðið hafi neikvæða merkingu? Fyrirbærið er jú neikvætt. Það er eðli spilavíta að húsið vinnur alltaf að lokum. Annars gengju svona staðir ekki. Það þýðir líka að þeir sem spila tapa vanalega. Annars er mér svo sem sama þótt fólk spili peningum sínum í burtu. En er það ekki svolítið skrítin tímasetning að ætla að opna svona stað svo stuttu eftir hrun fjármálakerfisins? Meiri hætta á að fólk taki óskynsamar ákvarðanir í von um skyndigróða. Frábær tímasetning auðvitað fyrir þá sem ætla að opna staðinn, þeim meiri örvænting fólks þeim meir tapar það, en ég ætla rétt að vona að ríkisstjórnin, eða hver það nú er sem þarf að veita leyfi, sjái að þetta er ekki rétti tíminn til að opna svona stað. Og það má vel vera að ólöglegir klúbbar séu nú  þegar til. En þangað sækja væntanlega bara þeir sem vita hvar slíkir klúbbar eru. Ef svona staður verður opnaður munu miklu fleiri falla í fíknina. Ég hef séð hvað spilafíkn getur gert fólki. Ferðaðist einu sinni í 18 tíma bílferð með konu sem varð að stoppa á spilavíti á leiðinni. Hún komst sem sagt ekki þessa 18 tíma án þess að freista gæfunnar. 
mbl.is Margir ólöglegir spilaklúbbar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En her spila spilasjukir um allar jarðir í dag, ja meira að segja SÁÁ heldur sér uppi með að nýta sér neyð spilasjúklinga... já og íþróttastarf, þetta lifir á sjúkleika annarra.

Annað hvort að leyfa þetta alveg.. bönn duga aldrei

doctore (IP-tala skráð) 17.3.2011 kl. 08:12

2 identicon

Get fullyrt að þessir ólöglegu spilaklúbbar þar sem nánast eingöngu er spilaður póker munu ekki missa kúnna sína yfir í þetta nýja spilavíti.

Tryggvi (IP-tala skráð) 17.3.2011 kl. 10:12

3 Smámynd: Óskar Arnórsson

Spilavíti? Eiga eigi bankarnir að sjá um þá skemtunn?

Óskar Arnórsson, 17.3.2011 kl. 11:04

4 Smámynd: Páll Jónsson

"Fyrirbærið er jú neikvætt. Það er eðli spilavíta að húsið vinnur alltaf að lokum."

Þessi setning er algjörlega innihaldslaus. Líkt og önnur fyrirtæki er spilavíti ekki rekið nema það taki a.m.k. næga fjármuni inn til að borga kostnað, ergo, húsið verður að "vinna að lokum" í þeim skilningi að það vinni á mánaðargrundvelli ofurlítið oftar en það tapar.

Hreinlega ekkert neikvætt við það.

Páll Jónsson, 17.3.2011 kl. 12:27

5 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Páll, hvaðan í andsk heldurðu að spilavítin fái peningana til að borga kostnaðinn? Frá fólkinu sem kemur í spilavítin og tapar þar kannski aleigunni. SJúka fólkið sem getur ekki stoppað. Og þér finnst það ekki neikvætt? Og hver tekur svo á sig kostnaðinn af fólkinu sem fer á hausinn? Ríkið. Og hvað var þá að gróðanum við aukin störf ogfl.? Hugsaðu þetta nú aðeins betur. Doctore, bönn duga aldrei? Á að leyfa morð? Á að leyfa heróín? Fólk myrðir nú þegar og notar eiturlyf. Samkvæmt þinni heimspeki á þá að leyfa það líka. Held líka að Tryggvi hafi rétt fyrir sér.  Spilaklúbbar munu halda áfram þótt spilavíti verði stofnað.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 17.3.2011 kl. 16:00

6 identicon

Og samkvæmt þínum hugsjónum viltu banna áfengi, skyndibita, fallhlífastökk og reykingar. Það á ekki að vera hlutverk ríkisins að segja okkur hvað við megum gera.

Fólkið sem myndi tapa pening í þessu spilavíti fer ekki allt í einu að spila þegar það væri opnað. Þetta er fólk sem spilar á netinu, spilaklúbbum. Munurinn er sá að ríkið myndi fá tekjur í staðinn fyrir að hann endaði svart í höndum eigenda ólöglegra einkaklúbba eða sem skattur í ríkjum þar sem netcasino eru rekin, svosem Kýpur.

Jökull (IP-tala skráð) 17.3.2011 kl. 19:40

7 Smámynd: Páll Jónsson

Spurt er; "hvaðan [...] heldurðu að spilavítin fái peningana til að borga kostnaðinn?". Þau fá hann mjög líklega frá sama hóp og önnur fyrirtæki, svo sem billiardstofa eða keiluhöll, frá notendum leikjanna.

Einhverjir notendur nota þjónustuna svo mikið að það fer að skaða þá sjálfa en sama má segja um þjónustu Hlöllabáta.

Páll Jónsson, 17.3.2011 kl. 20:43

8 identicon

Það er til fólk sem er þunglynt, eigum við að banna leiðinlegar myndir? Það er til fólk sem er ljótt, eigum við að banna spegla?

Hvern "andsk" kemur það öðrum við hvað ég geri við mína peninga og minn tíma, svo lengi sem það skaðar þá ekki?

Þorvaldur Hrafn (IP-tala skráð) 17.3.2011 kl. 20:43

9 identicon

Stór hluti þeirra sem stunda spilavíti um allan heim verða háðir fjárhættuspilum og spilamennskan verður að sjúkdómi sem smám saman yfirtekur líf spilarans og fjölskyldu hans og leggur í rúst, bæði fjárhagslega og veraldlega. Það er auðvitað gott að þið ungu menn sem hafið komið með athugasemd við þennan póst eruð með svona mikla sjálfstjórn að þið sjáið ekki vandamálin sem fylgja spilavítum, og þekkið kannski ekki af eigin hendi manneskju sem er fórnarlamb spilavíta.

Rut (IP-tala skráð) 18.3.2011 kl. 12:58

10 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Rut, ég held þetta séu týpískir frjálslyndisdrengir sem vilja innleiða allt sem getur gert ríka ríkari, sama hvað það kostar. Þeir hafa enga samúð með öðrum. Og þegar reynt er að benda á hætturnar þá er maður ásakaður um að vilja banna allt. Óttalegur barnaskapur að setja alltaf allt í sama hatt.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 18.3.2011 kl. 16:39

11 Smámynd: Páll Jónsson

Stór hluti þeirra sem drekka áfengi um allan heim verða háðir áfengi og notkunin verður að sjúkdómi sem smám saman yfirtekur líf drykkjumannsins og fjölskyldu hans og leggur í rúst, bæði fjárhagslega og veraldlega. Það er gott að sumir hafi svo mikla sjálfsstjórn að þeir sjái ekki að vandamálin sem fylgja drykkju, og þekkja kannski ekki af eigin hendi manneskju sem er fórnarlamb áfengis.

Og Kristín, það er ókurteisi að segja mig bara hugsa um peninga og hafa enga samúð með öðrum. Ég er einfaldlega til í að taka því góða með því slæma (upp að vissu marki). 

Páll Jónsson, 18.3.2011 kl. 19:59

12 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Það mætti banna áfengisdrykkju mér að meinalausu. Held að heimurinn væri betri án þess. Rökin um skaða áfengisdrykkju hafa því ekkert að gera með skaða spilavíta. Bæði er slæmt. Og ég sagði aldrei að þú hugsaðir bara um peninga, ég gaf hins vegar í skyn að þið sem eruð með þessum spilavítum takið peninga fram yfir skaðsemina sem þau hafa á fólk. Það er alls ekki það sama. Lestu  nú rétt í móðgunina.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 18.3.2011 kl. 22:29

13 Smámynd: Óskar Arnórsson

Spilavíti er stórskaðlegt, enn það á ekki að banna því bannið er enn skaðlegra. Og svo er með bann á næstum því öllu.

Bönn eru ofnotuð og þessi árátta að banna er hrikalegt vandamál. Of er notast við að bönn séu notuð til að vernda börn og unglinga....

Þegar sjálft bannið verður miklu stærra vandamál enn það sem banna er, þarf að hugsa málið aðeins og ekki bara vaða áfram árum saman og áratugum...

10% af þeim sem drekka áfengi misnota það mislengi og 3% af þeim 10% verða svo illa haldnir að þeir verða að leita hjálpar. Og það á alls ekki að banna áfengi.

Það sem hægt er að gera er að leyfa EKKI spilavíti því spilavíti gefa spilamennsku glansmynd sem alveg er hægt að vera án.

Glæpir fylgja ALLTAF í kjölfarið á spilavítum. Bann á eiturlyfjum skapar glæpi og ofbeldi og ætti þess vegna að leyfa...

Óskar Arnórsson, 19.3.2011 kl. 01:54

14 Smámynd: Páll Jónsson

Ég tek ekki peninga fram yfir skaðsemina sem fylgir í kjölfar spilavíta. Ég hreinlega sætti mig við skaðsemina, því að það þarf að sýna fram á helvíti mikla skaðsemi til að banna heila grein af atvinnustarfsemi og ég er ósannfærður um að slík skaðsemi sé fyrir hendi.

Páll Jónsson, 19.3.2011 kl. 23:32

15 Smámynd: Óskar Arnórsson

...skaðsemi spilavíta er fyrst og fremst glæpir, ofbeldi og fremst heimilisofbeldi. ...ef það má sætta sig við aukna glæpi og aukið ofbeldi er ekkert að spilavítum...

Óskar Arnórsson, 20.3.2011 kl. 20:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband