Náttúran ber vitni um gróðurhúsaáhrifin

Ég var að enda við að horfa á viðtal við David Suzuki, einn frægasta umhverfisverndarsinna í heimi. Hann sagði að við þyrftum ekki nema að horfa á dýralífið til þess að sjá gróðurhúsaáhrifin í kringum okkur. Farfuglarnir eru farnir að koma til Kanada fyrr á vorin á hverfa suður seinna á haustin. Hann sagðist hafa spurt gamlan Cree indjána að því eftir hverju hann hefði tekið og sá gamli sagði að það væri nóg að horfa á bjórinn (beaver). Fyrr á árum var bjórinn á fullu við að safna vistum fyrir veturinn í september. Á sama tíma lægi hann nú á bakinu í sólbaði og teldi sig greinilega hafa nógan tíma áður en vetur gengi í garð. 

Ef þið viljið vita meira um David Suzuki þá er þetta besti staðurinn til þess: http://www.davidsuzuki.org/ 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband