Með röngu hugarfari
4.4.2011 | 07:38
Wild at heart er náttúrulega snilldarmynd en ég man þegar ég sá hana í bíó á sínum tíma var ég hálf pirruð allan fyrri hlutann vegna þess að ég var á þeim tíma mikill aðdáandi Willem Dafoe og var alltaf að bíða eftir honum, enda var hann auglýstur sem einn af þremur aðalleikurum myndarinnar. Málið er hins vegar að Willem kemur ekki fram fyrr en eftir hlé, og þá í fremur litlu hlutverki. Ég var orðin mjög skapvond yfir því að þurfa að horfa á Nicholas Cage allan tímann og gat ekki fyrirgefið honum þetta í mörg ár þar á eftir. Þannig að eiginlega verð ég að horfa aftur á þessa mynd með öðru hugarfari.
Ég get annars bætt því við hérna að það var þessari mynd að þakka að Chris Isaak sló í gegn. Platan hans Heart Shaped World hafði komið út tveim árum áður en ekki hlotið mikla athygli. David Lynch valdi eitt lag plötunnar til að spila í myndinni. Þetta var lagið Wicket Game og eftir að myndin kom út komst lagið í sjötta sæti Billboard listans og reyndist vera stærsti smellur Chris og sá sem kom honum á kortið.
Wild at heart | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Stína, hefuru séð þetta?
http://visir.is/section/MEDIA99&fileid=VTVF8A4C3BC-F517-4AA8-8A43-BA5758487C9A
Hrafnhildur (IP-tala skráð) 12.4.2011 kl. 17:15
Ótrúlegt. Hann hefur næstum því engan hreim. Magnaður drengur.
Kristín M. Jóhannsdóttir, 13.4.2011 kl. 06:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.