Svona gerist

Þeir hjá Applebee's eru nú ekki einir um svona mistök. Þegar ég var sirka fimm ára var ég í gullbrúðkaupsveislu afabróður míns og konu hans þar sem þjónað var til borðs. Mamma bað um kók handa mér og Gunna bróður sem þá var tólf ára. Ég drakk fyrst og kvartaði um að drykkurinn væri ógeðslegur og þegar Gunni smakkaði sagði hann að þetta væri brennivín. Þetta reyndist nú ekki brennivín en áfengur drykkur var það og margbaðst þjóninn afsökunar. En það breytti því samt ekki að við systkinin fengum áfengi að drekka í veislunni.
mbl.is Ungbarn fékk Margarítu í stað eplasafa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband