Halldór Laxness

Frá Winnipeg

Málið sem kenndi þér hún amma þín,
það sem var áður goðamál í hofum
og geymt var einsog gamalt helgiskrín
- gullið í mörgum fátæklegum stofum, -
kallað í háska; kveðin oft við vín,
kveinað í Nýja Íslands bjálkakofum;
það mál sem ég hef tveggja ára talað
í trú og von á barnagullin mín,
og hvíslað minni fyrstu ást í eyra
einn aftan síðla um vorið, hvílíkt grín!
Það hefur hljóðin þægileg og fín.
Þyrstir mig laungum óminn þess að heyra.

-Halldór Laxness 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband