Leita hjálpar bloggara (og lesendur blogga)

Ég er næstum því búin með pítusósuna mína. Sem er hræðilegt því ég elska pítusósu. Það er alveg ótrúlegt hvað ég borða mikið meira af grænmenti þegar ég á pítusósu, því það er svo gott að brytja niður kál, gulrætur og papriku, blanda við pítusósu og troða inn í pítubrauð.

Í hvert sinn sem ég fer til Íslands kaupi ég pítusósu og fer með mér út en þori aldrei að taka mikið með mér vegna þess að maður veit aldrei hvað tollverðirnir koma til með að taka af manni.

Hér er það sem ég þarf að vita:

1. Veit einhver um sósu sem seld er í Norður Ameríku og er svipuð íslensku pítusósunni?

2. Veit einhver um góða uppskrift að pítusósu? (ég hef eina sem er þokkaleg en ekki alveg nógu lík þessari alvöru).

Vona að þið getið hjálpað mér því ég verð að verða mér úti um meiri pítusósu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Iss, ekkert að gera með einhverja staðlaða pítusósudrullu; bara fikra sig áfram. Nota bara kryddolíu stundum, annars létta sinnepssósu úr sýrðum rjóma, dijonsinneppi og smá curry paste og þannig mætti lengi telja. Annars get ég vel trúað því að upp komi alls konar vandamál tengd venjum og siðum þegar maður flytur svona langt westur. Bið þig vel að lifa. Allt gott héðan úr MA. - Stefán Þór http://ss.hexia.net 

Stefán Þór (IP-tala skráð) 6.2.2007 kl. 22:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband