Slepp ekki undan Alcan

Ég las í blaðinu í morgun að Alcan standi nú í viðræðum við fylki Bresku Kólumbíu um framkvæmdir upp á marga milljarða dollara. Reyndar var fréttin fyrst og fremst að segja frá því að Gordon Campbell, fylkisstjóri, ætti hlutabréf í Alcan og að þar stönguðust hagsmunir á. Dómari hefur farið yfir málið og komist að þeirri niðurstöðu að þótt fylkisstjóri hafi ekki gert neitt saknæmt í því að eiga hlutabréf í fyrirtækinu sem hann er að semja við, þá sé það ekki góð hugmynd að þingmenn almennt eigi hluta í fyrirtækjum sem þeir þurfa eiga í viðræðum ivð. Betra sé að setja peningana í svokallaða blinda sjóði - hvað sem þeir kallast nú réttilega á íslensku.

Við það að lesa þessa frétt fór ég að hugsa um tvennt. Annars vegar hvernig Alcan hefur teygt klær sínar alls staðar, og hins vegar þessi viðkvæmu mál þegar kemur að fjárfestingum manna í stjórnarstöðum. Ég veit að svona mál hafa komið upp á Íslandi og eru alltaf fremur viðkvæm. Ég held hins vegar að þetta hafi verið góð skilaboð frá dómaranum. Best er fyrir fulltrúa sveitastjórna og Alþingis að fjárfesta í nafnlausum bréfum til að koma í veg fyrir hugsmunaárekstra. Jafnvel þótt stjórnmálamaðurinn væri svo heiðarlegur að hann léti slíkt ekki hafa áhrif á sig, þá er alveg ástæðulaust að gefa þannig högg á sér.

Gordon Campbell segist í viðtali fagna niðurstöðunni og að hann sé þegar farinn að haga fjármálum sínum í þá vegu sem dómarinn stingur upp á. 

Ég sá hins vegar ekki í fréttinni hvað það er nákvæmlega sem Alcan vill. Verð að finna út úr því. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl frú Kanada,

Það er nú ekkert óeðlilegt að Alcan skuli vera að fjárfesta í Kanada þar sem Alcan er upprunið þaðan og hefur aðalskrifstofur sínar þar. Þannig að klærnar teygðu sig ekki langt í það skiptið.

Fannar (IP-tala skráð) 8.2.2007 kl. 08:33

2 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Við getum þá orðað það þannig að ég hafi ekki vitað um það að klærnar væru utan um mig allan þennan tíma.  

Kristín M. Jóhannsdóttir, 8.2.2007 kl. 17:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband