Heildarmarkaðsvirði

Getur einhver sagt mér hvað 'heildarmarkaðsvirði' kallast á ensku? Og nei, ég ætla ekki að fara að tala um efnahagsmál við Kanadamenn. Þarf bara að þýða setningu sem inniheldur þetta orð.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það er alltaf dulítið erfitt að þýða orð án þess að sjá þau í samhengi, en líklegast væri að þýða "heildarmarkaðsvirði sem "total market value" eða "market capitalization".

G. Tómas Gunnarsson, 11.2.2007 kl. 02:59

2 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Takk kærlega fyrir. En ef ske kynni að samhengið breytti þýðingunni þá kemur hér öll setningin:

Hagnaður bankanna hefur þannig aukist það mikið að árshagnaður þeirra á síðasta ári er að samsvara rúmlega heildarmarkaðsvirði þeirra eins og það var í lok ágúst árið 2001.

Og ástæðan fyrir því að þessi setning heillar mig er parturinn 'er að samsvara'. Sögnin samsvara ætti ekki að standa í framvinduhorfi en við erum stanslaust að sjá breytingar þar á.  

Kristín M. Jóhannsdóttir, 11.2.2007 kl. 03:05

3 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Í þessu samhengi getur hvort um sig gengið, en "market capitalization" er tvímælalaust meira "pro", ef þannig má að orði komast.  "Market capitalization" er einfaldlega verð hlutabréfs í fyrirtæki, margfaldað með fjölda bréfa sem gefin hafa verið út í því, sem myndi þá útleggjast sem "heildarmarkaðsverð fyrirtækisins".

G. Tómas Gunnarsson, 11.2.2007 kl. 03:20

4 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Takk kærlega.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 11.2.2007 kl. 03:31

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Gross value.

Jón Steinar Ragnarsson, 11.2.2007 kl. 08:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband