Árið 2011 í hnotskurn

Ég vil byrja á því að óska öllum gleðlegra jóla og farsældar á nýju ári. Ég hef verið hundlöt við að blogga undanfarna mánuði, og reyndar undanfarin ár, en ég ætla að reyna að fara að bæta aðeins úr því. Er ekki einmitt ágætt að byrja slíkt átak á því að líta yfir farinn veg?

Þetta ár, 2011, hefur verið ár mikilla breytinga og ég veit að ef ég hefði dregið tarotspil í byrjun ársins þá hefði ég dregið 'Dauðann' því það spil er tákn mikilla breytinga og nýs lífs. Það hefði alla vega átt vel við. Ef ég stikla á stóru þá var árið nokkurn veginn svona:

Janúar: Árið hefst á Íslandi

Febrúar: Ver doktorsritgerðina mína

Mars: Fæ atvinnutilboð

Apríl: Flyt til Íslands

Maí: Byrja í nýrri vinnu

Júní: Fer að synda og hjóla á hverjum degi

Júlí: Geng á fjöll

Ágúst: Skila ritgerðinni minni og er þar með búin með námið

September. Kemst loks til Akureyrar í helgarafslöppun

Október: Kynnist mörgu nýju og frábæru fólki

Nóvember: Útskrifast sem doktor

Desember: Lífið er dásamlegt

Þessu ári fylgdi mikið stress og lokahnykkurinn á náminu var erfiður. Það var líka mikil breytinga að flytjast heim eftir tólf ár erlendis, en það gerðust líka margir frábærir hlutir og mér finnst ég komin á beinu brautina. Ég veit að árið 2012 á eftir að verða yndislegt og ég horfi björtum augum fram á við.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Emilsson

Kristín. Til hamingju með árangursríkt ár, þar sem þú náðir markmiðum þínum með glæsibrag. Eg er viss um að vinir þínir í Kanada sakna þín. Óska þér gæfuríks árs.

Björn Emilsson, 25.12.2011 kl. 22:13

2 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Takk kærlega fyrir það.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 26.12.2011 kl. 09:37

3 identicon

Viðburðaríkt ár og harka í þér, þú ert aldeilis búin að gera mikið á árinu! Næsta ár byrjar með flugeldum og ég er viss um að að eiga eftir að verða margar flugeldasýningar í þínu lífi á næsta ári!

Rut (IP-tala skráð) 27.12.2011 kl. 09:15

4 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Já svei mér þá ég hef trú á því.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 27.12.2011 kl. 12:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband