Gott að heyra

Æ ég vona nú að Freddi greyið sé orðinn skaplegur og geti spilað. Ég var ekkert hrifin af honum fyrst þegar hann kom til Arsenal en hann hefur vaxið í áliti hjá mér. Ég er viss um að Henry verður sárt saknað en það er gott að karlinn fær svolitla hvíld. Nú er bara að vinna Bolton svo möguleiki sé á einhverjum titlum í ár. Og ég vona að þeir geri það hreint og örugglega og þurfi ekki að treysta á vafasama dómgæslu. Ekkert gaman að skora úr rangstæðu.

Thierry Henry hefur viðurkennt að Arsenal sé ekki að leika góða knattspyrnu þessa dagana og sagði meðal annars: “We’ve got hammered sometimes for playing good football and not winning games. At the moment we are coming back into games when maybe we are not playing the best that we can play but who cares? We are getting points."

 

Það er annars merkilegt hvernig fjölskyldan mín skiptist á milli rauðu liðanna:

Arsenal: Ég, Geiri bróðir, Haukur bróðir, bræðursynirnir Sverrir og Arnar, bræðradæturnar Svala og Kolbrún (alla vega keypti pabbi þeirra Arsenaldót á þær). Ég held líka að pabbi myndi styðja Arsenal ef hann væri neyddur til að velja, hann hefur alla vega ýjað að því.

Manchester: Gunni bróðir og bræðrasynirnir Árni, Einar og Jóhann.

Liverpool: Íris mágkona

Sem sagt, veit ekki til þess að neinn í fjölskyldunni styðji annað lið en eitt þessa þriggja en ég þekki ekki til þess hvort mamma, Dísa mágkona, Erna mágkona, Stebbi hans Hauks eða Guðrún Katrín eiga sér uppáhaldslið.


mbl.is Ljungberg aftur með Arsenal - Henry hvíldur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband