Gamla myndin

Einhvern tímann í fyrra setti ég mynd á netið af öllum barnabörnum ömmu Stínu. Það er orðið langt síðan og kominn tími á aðra gamla mynd. Að þessu sinni set ég inn mynd af afa Geir með Hauk bróður á fyrsta ári. Með með er ein af kindunum í Steinholti en ekki veit ég nú hvað þessi var kölluð. Þessi mynd er væntanlega orðin 47 ára, tekin einhvern tímann sumarið 1959.

haukur og afi2


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Steinholt var bærinn hans afa og stóð þar sem nú er Þverholt í Glerárþorpi á Akureyri. Nýrra húsið stendur ennþá og er Þverholt 10. Þegar Akureyri fór að þenjast út og lagði Glerárþorp undir sig, voru jarðir bændanna hiklaust teknar frá þeim. Afi fékk að halda húsinu sínu og fékk tvær lóðir hvoru megin við húsið. Hann byggði síðan Þverholt 12 öðru megin og mamma og pabbi byggðu Þverholt 8 hinum megin. Þannig að Mamma og pabbi búa enn á Steinholtslóðinni þótt engar séu kindurnar.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 14.2.2007 kl. 00:26

2 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Það var nú lítið mál að tékka á því með Íslendingabók. Þú hefur ekki algengasta nafn í heimi. Við erum skyld í fimmta ættlið. langa langafi minn var Jakob Þorsteinsson, fæddur 1833. Stóra systir hans, Guðrún Þorsteinsdóttir var langa  langamma þín. Þetta virðast hafa verið Húsvíkingar.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 14.2.2007 kl. 00:55

3 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Vá, ég vissi ekki að ég væri af þeirri ætt. Spennt að heyra sögur af Þorsteini "pedda".

Kristín M. Jóhannsdóttir, 15.2.2007 kl. 01:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband