Hvar voru þeir?
14.2.2007 | 20:11
Mér fannst vanta í þessa frétt hvar nákvæmlega mennirnir voru. Þ.e.a.s. ég þarf eki að vita lengdar og breiddargráðu en það hefði verið gott að vita hvort þeir voru á merktu skíðasvæði eða utan þeirra. Hér í Kanada kemur alltaf af og til fyrir að skíða- og brettamenn lenda í snjóflóðum og í flestum tilfellum þegar það gerist eru þeir utan merktra skíðabrauta. Hér er fylgst mjög vel með hver snjóflóðahættan er hverju sinni og staðan metin. Þegar óvenju mikill snjór er á ákveðnum svæðum er þeim lokað og fólk varað við að vera þar á ferð. Þeir sem fara síðan út á þessi svæði eru þar á eigin ábyrgð og eru því að stofna eigin lífi í hættu. Ég er viss um að snjóflóðakerfið er svipað í Ölpunum og því hefði verið gott að vita í þessu samhengi hvort mennirnir voru utan öryggissvæða.
Ég er viss um að það er rosalega skemmtilegt að renna sér utan merktra skíðasvæða, úti í óspilltri náttúrunni, en þá verða menn líka vera vel undir það búnir. Sumir skíðamenn er vel þjálfaðir; vita hvað á að gera ef til snjóflóðs kemur, hafa rétta búnaðinn og svo framvegis. Hvað með þessa menn sem núna létust?
Það er auðvitað alltaf sorglegt þegar fólk ferst en mér finnst það mun alvarlegra ef slíkt gerist inn á merktum skíðabrekkum en þegar fólk er eitthvað að hálvitast út fyrir það sem er merkt sem öruggt svæði ef þeir hafa ekki þjálfun til þess að vera þar.
Tveir Svíar og Þjóðverji létust í snjóflóðum í Austurríki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það kemur skýrt fram í fréttinni að þeir voru allir utan merktra skíðabrauta.
H (IP-tala skráð) 15.2.2007 kl. 03:15
Úps. Það er alveg rétt.
Kristín M. Jóhannsdóttir, 15.2.2007 kl. 06:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.