Alltaf erfiðar svona fréttir

Mér er hrikalega illa við svona fréttir. Jeppinn þarna á myndinni er ekkert ósvipaður þeim sem mamma og pabbi eiga og ég sé á myndinni að þetta er í um tveggja mínútna keyrslu frá húsinu þeira. Og þar sem ég þekki ekki bíla mjög vel í sundur þá gæti þetta alveg eins verið þeirra bíll. Myndi ekki vilja fá að vita á Mogganum að foreldrar mínir hefðu lent í bílslysi. 

Það gerðist líka í fyrra að ég las á Mogganum að sjómaður á Akureyrinni hefði látist í bruna um borð í skipinu og tveir væru alvarlega slasaðir. Ég hringdi umsvifalaust heim því bróðir minn er á Akureyrinni. Þar náði ég ekki í neinn, enda kom í ljós að mamma og pabbi voru á minningarathöfn í kirkjunni. Sem betur fer náði ég loks í annan bróður og fékk staðfest að bróðir okkar væri ómeiddur. En þvílíkur tími. 

Það er augljóslega betra fyrir aðstandendur þeirra sem deyja að nöfnin skuli ekki birtast í blöðunum strax, en það getur líka verið mjög erfitt fyrir aðstandendur allra hinna sem til greina koma á meðan maður veit ekkert.


mbl.is Harður árekstur á Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband