Kjörgengi

Er einhver hér sem þekkir vel kosningareglurnar? Eftir að Reykjavík var skipt í tvö kjördæmi er ég algjörlega rugluð yfir því í hvoru kjördæminu ég fæ að kjósa. Það er vanalega þannig að Íslendingar erlendis eiga kosningarétt í átta ár í því kjördæmi þar sem þeir áttu síðast lögheimili. Um síðustu kosningar sagði mér einhver að Íslendingum erlendis sem búsettir voru síðast í Reykjavík hafi öllum verið hent saman í annað Reykjavíkurkjördæmið (vissi aldrei hvort) en mér þykir það alveg með ólíkindum ef satt er. Hefði talið eðlilegast að maður kysi bara í því kjördæmi sem gamla lögheimilið manns lendir í. Og kannski er það líka þannig.

Ef einhver veit hvernig þessu er farið, segið mér endilega frá því svo ég geti farið að skoða framboðslistana. Nú eru þrír mánuðir í kosningar en utankjörfundaratkvæðagreiðslan hefst eftir um það bil mánuð. Vil kjósa snemma til þess að tryggja að atkvæði mitt komist til skila. Ég er búin að missa réttinn í sveitastjórnarkosningum, vil ekki missa þennan alveg strax.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kosningar smosningar...  Bara gaman að sjá þig!  Loyngur tíðurinn, oynginn sjáurinn, eins og frændur okkar segja!

Kveðja, Laufey úr íslenskunni

Laufey Einarsdóttir (IP-tala skráð) 15.2.2007 kl. 14:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband