Stöðumat
16.5.2006 | 06:43
Nýlega fékk ég stöðumat frá Háskólanum. Þetta er svona yfirlit yfir það hvernig ég hef staðið mig og hvar ég er stödd í náminu. Skýrslunni er skipt í tvo hluta. Fyrst koma upplýsingar um árangur hingað til (þ.e. hvernig ég hef staðið mig) og síðan kemur mat frá umsjónarkennara (umsjónarkennurum í mínu tilfelli því ég hef tvo). Lauslega snarað á íslensku segir þetta.
1. hluti: Námsskilyrði
Þú hefur lokið öllum skilyrðum nema lokaritgerðinni og hefur færst á kandidatsstig. Þar sem þú hófst nám í september 2003 verðurðu að ljúka öllum skilyrðum fyrir ágúst 2009.
Til hamingju með að fá UGF næsta ár.
2. hluti: Mat frá umsjónarkennurum
Deildin er ákaflega ánægð með árangur þinn. Þú hefur varið báðar GP ritgerðirnar og skilað þeim inn, auk þess að skrifa verkefnislýsingu fyrir doktorsritgerðina. Þú hefur einnig verið mjög dugleg við að halda fyrirlestra og fá verk þín birt og þú hefur auk þess byrjað vel á doktorsritgerðinni. Gott hjá þér!
Ég var auðvitað mjög ánægð með þessa umsögn. Það er gott að heyra að það er metið sem maður gerir.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.