Um amerískt sjónvarp
17.5.2006 | 07:24
Núna er svokallaður 'sweepstake' mánuður í Bandaríkjunum. Það þýðir að sjónvarpsstöðvarnar eru að keppast við að fá sem mest áhorf - meira nú en vanalega. í maí er talið nákvæmlega hversu margir horfa á hvern þátt og svo nota sjónvarpsstöðvarnar þetta til að ákveða hvaða þætti á að höggva o.s.frv. Í kvöld var meira að segja vísað í þetta í Boston Legal. Denny Crain segir við Shirley: "Shirley, it's sweepstake month". Og Shirley svarar: "Denny, I'm not gonna kiss you". Og svo gerir hún það samt. Mér fannst ferlega fyndið að þeir skyldu vísa svona beint í samkeppnina.
Vanalega er sjónvarpið gott í maí. Þá eru allir þættir að fara í sumarfrí og út af 'sweepstake' þá reyna þeir að gera eitthvað sérstakt. Eitthvað spennandi svo maður horfi. Law and Order náði í síðustu viku að komast aftur upp í annað sætið á miðvikudagskvöldi klukkan 10. Er þó enn á eftir CSI, sem mér þykir nú orðið nokkuð þreytt. Annars eru L&O aðdáendur í hnút af spenningi. Það er búið að segja að stórfelld breyting verði á þættinum og að einhver muni hætta (þ.e. annar er Anna Parisse sem ákvað að hætta nú nýlega). Sumir óttast að það sé Sam karlinn sjálfur sem sé búinn að fá nóg, enda búinn að vera Jack McCoy í...hvað...ellefu ár? Ég vona að það sé ekki hann því L&O mun missa mikið þegar hann hættir. Sömuleiðis vona ég að það sé ekki Jessi Martin sem þó gæti verið að hætta því hann er nú farinn að fá aðalhlutverk í bíómyndum. er núna að kvikmynda Sexual Healing sem er um Marvin Gay. Jessi leikur Marvin og syngur sjálfur öll lögin. Síðasti þáttur vetrarins verður á morgun og er búið að lofa mikilli skemmtun.
Aðalskemmtunin mín í kvöld var þó American Idol. Aðeins þrír keppendur eru eftir, Taylor Hicks, Elliot Yamin og Katharin McPhee. Mér finnst Kat frekar leiðinleg og vil að hún hætti en mér sýnist það verði Elliot sem fer heim á morgun. Taylor var stórkostlegur að venju og ætti að vera öruggur. En við fáum að sjá það á morgun. Ég set aftur mynd af Taylor hér því hann er uppáhaldið mitt. Soul Patrol Taylor. Sould Patrol!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.