Grúsk

Ég þarf að gera játningu. Ég er grúskari. Mér þykir ákaflega skemmtilegt að liggja á þjóðskjalasafninu og eltast við fortíðina. Ég hefði sennilega átt að gerast sagnfræðingur. En þá væri ég að grúska í vinnunni en ekki frítímanum og hver veit hvort að hefði verið eins skemmtilegt. Hvenær á maður að gera áhugamálið að vinnunni og hvenær halda því sem áhugamáli? Ég veit að besta mögulega vinnan hlýtur að vera sú sem maður hefur gífurlegan áhuga á en er sjálfgefið að öll áhugamál manns gætu hentað manni sem vinna? Kannski yrðu þau að kvöð og hættu að vera skemmtileg. Ég átti frænku sem elskaði að syngja. Söng daginn út og inn. Svo gerðist hún söngkona og hún hætti að syngja heima hjá sér. Söngurinn var orðin vinna. Svo ég er bara ánægð með að vera grúskari í frístundum og málfræðingur í vinnunni. Enda felur málfræðin svo sem í sér heilmikið grúsk þótt það krefjist ekki langrar setu yfir rykföllnum skræðum á þjóðskjalasafni.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Flott hjá þér að vera búinn að finna þig í grúskinu. Er sjálfur grúskari þótt aðal vinnan hafi verið í fluginu. Grúskið svæði mitt nær er suður og Norður Dakota og Manitoba en er að leita að mögulegum fornleifum íslendinga á þessu svæði og norður með Hudson bay. Hvar ert þú   

Valdimar Samúelsson, 20.2.2013 kl. 14:57

2 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Þessa dagana er ég aðallega að reyna að pússla saman ævi langafa míns, systur hans (sem reyndar flutti til Kanada) og foreldra þeirra.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 20.2.2013 kl. 16:07

3 identicon

Skemmtilegt að lesa með þetta grúsk.Fyrir fimm árum síðan að þá fór ég að grúska í gömlum gögnum,og vissi þá af því að langi,langafi minn fluttist 1895  til Manitoba,og síða til N-Dakota,og  til svo Winnepeg.  Í hitteðfyrra tókst mér að finna,afkomendur hans nokkra sem þá búa núna í Winnepeg og Vancouver.

Ég fékk aðstoð frá Íslenskættuðum/kanadískum menntaskólakennara í Kanada sem reyndar er hættur kennslu,en vinnur mikið í ættfræðinni,bæði hér á Íslandi á sumrin (Hofsósi vesturfararsetrinu) og einnig í heimalandi sínu Kanada.

Í dag er ég komin í samband við þessa ættingja mína í Kanada,bæði símleiðis og bréfleiðis,og er það frábært. Mér finnst alveg sérstakt að heyra í þeim hve rótin hjá þeim til lands forfeðra þeirra er sterk og einlæg,maður hálfklökknar við að heyra það. Sum þeirra bera Íslensk nöfn.

Númi (IP-tala skráð) 20.2.2013 kl. 22:56

4 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Gaman að heyra það Númi. Vestur Íslendingum þykir mjög gott að komast í tengsl við ættingja sína á Íslandi.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 2.3.2013 kl. 19:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband