Gott framtak
21.2.2007 | 16:52
Góð hugmynd, en það verður gaman að sjá hvernig þeir útfæra hana. Þeir gætu til dæmis lent í því að veita verðlaunin einhverjum sem sýnir frumleika í að nota tungumálið í listrænum tilgangi og svo þegar viðkomandi fer í viðtal í þessu tilefni heyrist þetta:
Ég er alveg ógeðslega ánægður að það var gefið mér svona bikar í verðlaun fyrir íslensku. Pabbi er ekkert að skilja þetta því hann segir að ég sé geðveikt vondur í íslensku en ég er bara að fíla þetta rosalega.
En varla geta þeir hlerað heimili barnanna til að tryggja að þau tali raunverulega gott mál.
Einu sinni talaði ég mjög gott mál. Nú á ég stundum erfitt með að muna íslensku orðin og setningagerðin er farin að litast af enskunni. Þar að auki hefur mér verið sagt að sérhljóðarnir séu farnir að skríða til. Mér finnst það alveg hræðilegt því það er mjög mikilvægt að tala gott mál. Þess vegna held ég að þetta sé mjög gott framtak hjá borginni. Vona bara að þeir fari vel með þetta og að veitingar verðlaunanna verði sanngjarnar.
Efnt til íslenskuverðlauna fyrir reykvísk skólabörn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já, það verður athyglisvert að sjá útfærsluna á þessu! Ætli íslenskukennarar verði ekki hafðir með í ráðum og látnir benda á börnin sem eru best máli farin. Fyndin þessi ræða sem mögulegur sigurvegari flytur, heheheheheh!
Á bloggsíðum krakka hefur sést: Ég er óxla ánægður með ... og börn sem voru góð í íslensku breytast í algjöra málsóða á þessum síðum, veit um nokkur dæmi þar sem það þykir bara "kúl" að vera slæmur í stafsetningu!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 22.2.2007 kl. 12:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.