Um barnaníðinga

Þátturinn hjá Opruh var athyglisverður í gær. Verið var að ræða barnaníðinga og var meðal annars komið inn á lögin í Vermont fylki. í janúar á þessu ári játaði Andrew C. James (sem hefur tvisvar sinnum áður verið dæmdur fyrir heimilisofbeldi) að hafa misnotað fjögurra ára gamlan dreng í Vermont. Hann var dæmdur til þess að borga 22$ sekt (um fjórtán hundruð krónur) og fara í endurhæfingu. Þá er hann á skilorði til æviloka. Þvílíkur dómur. Sjónvarpsmaðurinn Bill O'Reilli er farinn í herferð gegn slíkum dómum og berst með kjafti og klóm fyrir harðari refsingum kynferðisafbrotamanna. 

Mér fannst hann stundum taka svolítið sterklega til orða en það sem hann var að segja er meira og minna alveg rétt. Það þarf að gera eitthvað í þessum málum.

Annars hefur mér yfirleitt þótt réttarkerfið í Bandaríkjunum mun betra en það er á Íslandi og það er aðeins í tveimur fylkjum sem dómar eru svona fáránlegir. Annars staðar er yfirleitt tekið mun harðar á málum en á Íslandi þar sem kynferðisafbrotamenn fá yfirleitt innan við þriggja ára dóm (og yfirleit töluert innan við það). Hér vantar þessa zero-tolerant policy sem er við lýði í sumum skólum.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Þetta er athyglisvert ef maður hugsar um dóminn sem íslenski strákurinn, Aron Pálmi, fékk úti í Texas. Hann var 11 ára þegar hann braut af sér gegn yngri dreng og 14 ára var hann dæmdur í langt fangelsi, losnar á þessu ári, rúmlega tvítugur, minnir mig. Saksóknari reyndi að fá 30 ára dóm  yfir honum!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 22.2.2007 kl. 22:04

2 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Það virðist allt fara eftir því hvar þú ert hvernig dómurinn er. Texas er frægt fyrir harða dóma. Þeir hafa líka dauðarefsingu sem alls er ekki í öllum fylkjum. Annars var sá dómur ótrúlegur. Ég hélt að ellefu ára væru taldir of ungir til að skilja til fulls afleiðingar gerða sinna og ættu að fá vægari dómar. ótrúlegt að ellefu ára barn skuli geta fengið margfalt þyngri dóm fyrir fyrsta brot en fullorðinn síbrotamaður. Kerfið er klikkað.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 22.2.2007 kl. 23:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband